Fara í efni

Umsóknarfrestur - Skattafrádráttur rannsókna og þróunarverkefna

Skattafrádráttur rannsókna- og þrónarverkefna

Markmiðið er að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með því að veita þeim rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni.

Fyrir hverja?

Fyrirtæki sem eru eigendur rannsókna- eða þróunarverkefna. Háskólar og stofnanir teljast ekki fyrirtæki í skilningi þessara laga.

Til hvers?

Fyrirtæki sem hafa fengið staðfestingu Rannís á rannsókna- eða þróunarverkefni eiga rétt á frádrætti á tekjuskatti skv. lögum nr. 152/2009. Sé álagður tekjuskattur lægri en ákvarðaður frádráttur, eða lögaðila ekki ákvarðaður tekjuskattur vegna skattalegs taps, þá er frádrátturinn greiddur út

Skilyrði úthlutunar

Skilyrði þess að verkefni hljóti staðfestingu (og geti þar með nýtt sér skattfrádrátt) er að það teljist rannsóknar- eða þróunarverkefni samkvæmt lögum og einnig:

  1. að hugmynd að virðisaukandi vöru/þjónustu og viðskiptaáætlun sé vel skilgreind, og
  2. að sýnt sé fram á með gögnum að varið verði a.m.k. 1 millj. kr. til rannsókna og þróunar á 12 mánaða tímabili, og
  3. starfsmenn hafi þjálfun, menntun eða reynslu á því sviði sem hugmynd að virðisaukandi vöru eða þjónustu byggist á.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Rannís - HÉR