15. október
Viðburðir
Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Menntasjóði námsmanna geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir
þá sem stunda nám fjarri heimili sínu.
• Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu
sinni vegna náms og greiða leigu).
• Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili
fjarri skóla).
Opnað er fyrir umsóknir 1. september 2025.
Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á “Mitt Lán” sem aðgengilegt er í gegnum heimasíðu okkar www.menntasjodur.is. Nemendur og
aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef Menntasjóðsins.