Fara í efni

Umsóknarfrestur - Frumkvöðlaauður

Frumkvöðlaauður hvetur konur til frumkvæðis og athafna. 

Opnað hefur verið fyrir styrki úr FrumkvöðlaAuði fyrir árið 2024.

Hægt er að sækja um styrk til 1. júní 2024. Haft verður samband við þá aðila sem hljóta styrk.

FrumkvöðlaAuður er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 2009. Sjóðurinn hefur það markmið að hvetja og styrkja konur til frumkvæðis og athafna.

Á þeim þrettán árum sem sjóðurinn hefur verið starfræktur hafa fjölmörg verkefni hlotið viðurkenningu og styrk fyrir sín verkefni. Árið 2021 hlutu Octavia, sem er hugbúnaður og markaðstorg fyrir fjarkennslu í tónlist, og Fortuna Invest, sem veitir fræðslu með það að markmiði að auka fjölbreytta þátttöku á fjármálamarkaði, styrki frá sjóðnum.

Stjórn sjóðsins veitir styrki á kvenréttindadaginn, 19. júní ár hvert.

Í umsókn skal vera greinargóð lýsing á verkefninu, markmiði og tilgangi þess, stutt með viðeigandi gögnum s.s. viðskiptaáætlun, upplýsingum um fjármögnun verkefnis og eignarhald. Umsókn skal skilað á netfangið frumkvodlaaudur@kvika.is til og með 1. júní nk.

Frekari upplýsingar