Fara í efni

Umsóknarfrestur - Eurostar

Eurostars áætlunin styður við nýstárleg lítil og meðalstór fyrirtæki og samstarfsaðila þeirra (stór fyrirtæki, háskóla og rannsóknastofnanir) með því að fjármagna alþjóðleg samstarfsverkefni til R&Þ- og nýsköpunarverkefna. Með þátttöku geta samtök frá 37 löndum fengið aðgang að opinberu fjármagni til alþjóðlegra rannsókna- og þróunarverkefna á öllum sviðum.

Markmið Eurostars er að styðja við góðar hugmyndir í nýsköpun og þurfa umsóknir ekki að falla að fyrirfram ákveðnu efni. Eurostars starfar þannig „bottom-up

Hámarksstyrkur:

Allt að 45 milljónir króna samanlagt á þremur árum, þó ekki meira en 30 milljónir króna á tveimur árum eða 15 milljónir króna á einu ári.

Hámarkslengd verkefnis:

Hámarkslengd verkefna er þrjú ár.

Skilyrði úthlutunar:

Lítil og meðalstór fyrirtæki eru aðalumsækjendur (með 50% af verkefninu) en stór fyrirtæki og stofnanir geta verið samstarfsaðilar. Sjá nánar Eligibility Guidelines á vef Eurostars.

Hvernig er sótt um?

Umsóknum í sjóðinn er skilað í rafrænt umsóknarkerfi á vef Eurostars. Til þess að geta sent inn umsókn þarf að búa til aðgang inn í umsóknarkerfi Eurostars.

Stofna umsókn

Mats- og úthlutunarferlið

Fagráð EUREKA metur umsóknir og ákvarðar um úthlutun styrkja. Verði af veitingu styrks er gerður skriflegur samningur milli Rannís og styrkþega í samræmi við reglur Tækniþróunarsjóðs fyrir hagnýt rannsóknarverkefni.

Frekari upplýsingar má finna á síðu Rannís