Fara í efni

Umsóknarfrestur - Áfram Árneshreppur

Kallað er eftir umsóknum í sjóð verkefnisins Áfram Árneshreppur!

Nú er hægt að sækja um styrki til verkefna sem efla samfélagið í Árneshreppi.
Öllum er heimilt að sækja um.
Helsta markmið þessarar úthlutunar er að styrkja atvinnuuppbyggingu í Árneshreppi. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem miða að úrvinnslu matvæla og önnur verkefni sem skapa störf, einkum utan háannatímans.
Heildarupphæð til úthlutunar er um 10 milljónir króna. Þetta er síðasta styrkúthlutunin sem verður í boði í þessu verkefni. Verkefnum skal vera lokið fyrir næstu áramót.

Smellið hér til að opna umsóknareyðublað.

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þriðjudaginn 14. febrúar.

Ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda. Samstarf aðila sem að jafnaði starfa ekki saman styrkir umsóknina. Væntanlegir umsækjendur eru hvattir til að leita ráðgjafar hjá verkefnisstjóra, Skúla Gautasyni, við gerð umsókna. Vönduð umsókn er líklegri til árangurs!

Þessi úthlutun er á vegum verkefnisins Áfram Árneshreppur! sem er hluti af Brothættum byggðum og er samstarfsverkefni Árneshrepps, íbúa byggðarlagsins, Vestfjarðastofu og Byggðastofnunar. Í umsóknarforminu er hægt að sjá þær reglur sem gilda um úthlutunina.