Fara í efni

Sumarmarkaðir Vestfjarðaleiðarinnar - Patreksfjörður 15. júlí - á Torginu

Vestfjarðaleiðin er ferðamannaleið um Vestfirði og Dali með einstökum áningarstöðum og upplifunum þar sem auðvelt er að kanna króka og kima svæðisins og upplifa óspillta náttúru. Á svæðinu eru líka fjölmargir matvælaframleiðendur, handverksfólk og aðrir smáframleiðendur sem með framlagi sínu bæta enn frekar á jákvæða upplifun gestanna sem sækja okkur heim. Við viljum nú blása til kynninga á þessum aðilum með sumarmörkuðum á Vestfjarðaleiðinni í júlí. 

Patreksfjörður 15. júlí - á Torginu

Skráning fer fram hér

Daginn sem markaðurinn er haldinn á Patreksfirði verður skemmtiferðaskip í höfn svo það verður margt um manninn. 

Ef einhverjar spurningar eru má hafa samband við Þórkötlu hjá Markaðsstofu Vestfjarða á thorkatla@vestfirdir.is