Sumarmarkaður Vestfjarðaleiðarinnar og Dokkunnar föstudaginn 26. júlí frá 13-16. Markaðurinn verður haldinn í nafnlausu götunni neðan við Dokkuna og verður hún lokuð á meðan á honum stendur.
Matvælaframleiðendur, handverksfólk, listafólk, smáframleiðendur og aðrir sem vilja taka þátt í mörkuðunum eru hvött til að skrá sig til leiks sem fyrst og sýna hvað Vestfjarðaleiðin hefur upp á margt að bjóða. Hægt er að skrá sig til þátttöku á öllum mörkuðunum eða bara útvöldum. Þátttaka er gjaldfrjáls.
Skammt undan verður skemmtiferðaskip í höfn svo það ætti að vera margt um manninn.
Vestfjarðaleiðin er ferðamannaleið um Vestfirði og Dali með einstökum áningarstöðum og upplifunum þar sem auðvelt er að kanna króka og kima svæðisins og upplifa óspillta náttúru. Á svæðinu eru líka fjölmargir matvælaframleiðendur, handverksfólk og aðrir smáframleiðendur sem með framlagi sínu bæta enn frekar á jákvæða upplifun gestanna sem sækja okkur heim. Við viljum nú blása til kynninga á þessum aðilum með sumarmörkuðum á Vestfjarðaleiðinni í júlí.
Ef einhverjar spurningar eru má hafa samband við Þórkötlu hjá Markaðsstofu Vestfjarða á thorkatla@vestfirdir.is