Fara í efni

Skipulagslýsing Svæðisskipulags Vestfjarða 2025-2050

Skipulagslýsing Svæðisskipulags Vestfjarða 2025-2050

Hafin er vinna að tillögu að svæðisskipulagi fyrir Vestfirði með aðild allra sveitarfélaganna átta á Vestfjörðum.

Svæðisskipulag mun marka meginstefnu og framtíðarsýn í sameiginlegum hagsmunamálum sveitarfélaganna á Vestfjörðum. Það á að draga fram þætti sem efla samfélagið á Vestfjörðum með frumkvæði, þekkingu og samvinnu að leiðarljósi.

Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða hefur hafið kynningu á skipulagslýsingu sem er verkefnislýsing fyrir vinnslu Svæðisskipulags Vestfjarða 2025-2050, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Verkefnislýsingin gerir grein fyrir tildrögum og forsendum skipulagsvinnunnar, viðfangsefnum, skipulagstillögu og umhverfismati hennar ásamt áföngum skipulagsvinnunnar og samráði.

Skipulagslýsingin er aðgengileg í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar

Opið er fyrir athugasemdir um skipulagslýsinguna til 28. júní 2024 og er hægt að koma umsögnum á framfæri í skipulagsgáttinni.