Fara í efni

Beint frá býli dagurinn á Hvammsbúinu

Beint frá býli dagurinn verður haldinn hátíðlegur um allt land sunnudaginn 24. ágúst. Þetta er í þriðja sinn sem aðildarfélag samtaka smáframleiðenda stendur fyrir deginum sem hefur vakið mikla lukku. Á Vestfjörðum fer Beint frá býli dagurinn að þessu sinni fram á Hvammsbúinu á Barðaströnd. Á staðnum verður matarmarkaður vestfirskra heimavinnsluaðila og smáframleiðenda, auk þess sem boðið upp á skemmtun fyrir fjölskylduna. Vestfjarðastofa er samstarfsaðili Beint frá býli um viðburðinn og hvetjum við öll til að mæta og gera sér glaðan dag.

Öll eru velkomin á viðburðinn sem stendur frá kl.13-16.