Fara í efni

Fundargerð 9. fundar stjórnar Vestfjarðastofu

21.09.2018 10:00

Stjórnarfundur Vestfjarðastofu

Haldinn í stað- og fjarfundi, föstudaginn 21. september 2018, kl 10.00.

Í fjarfundi voru: Pétur G Markan, formaður, Jón Örn Pálsson, Jón Jónsson (varamaður Ágústu Ýrar Sveinsdóttur).

Í fundaherbergi Vestfjarðastofu voru: Sigurður Hreinsson, Shiran Þórisson (varamaður Víkings Gunnarssonar), Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Nanný Arna Guðmundsdóttir (varamaður Margrétar Jómundsdóttur), Kristján G. Jóakimsson  og Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri og Aðalsteinn Óskarsson sem sá um að rita fundinn.

Ingibjörg Emilsdóttir boðaði forföll og ekki tókst að boða varamann í hennar stað.

Boðuð dagskrá

  1. Yfirlit verkefna
  2. Starfsmannamál
  3. Vestfjarðastofa / Fjórðungssamband
  4. Haustþing – fjárhagsáætlun
  5. Almannatengsl
  6. Önnur mál

1.    Yfirlit verkefna Vestfjarðastofu.

Framkvæmdastjóri fór í örstuttu máli yfir verkefni sem unnið hefur verið að í sumar.

2.    Starfsmannamál.
Framkvæmdastjóri kynnti ráðningar tveggja verkefnastjóra til eins árs á suðursvæði Vestfjarða og ráðningu verkefnastjóra á Þingeyri sem sinna mun verkefninu „Öll vötn til Dýrafjarðar“ og öðrum verkefnum Vestfjarðastofu.

3.    FV og Vestfjarðastofa
Framkvæmdastjóri fór yfir minnisblað sem lagt verður fram á Haustþingi FV 2018 þar sem útfærð eru hlutverk, starfssemi og samskipti Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands.  Stjórn samþykkti minnisblaðið en fól framkvæmdastjóra að vinna áfram samningsdrög og fá til þess verkefnis sérfræðinga eftir þörfum.

4.    Haustþing – fjárhagsáætlun
Framkvæmdastjóri fór yfir fjárhagsáætlun ársins 2019 sem lögð verður fram á Haustþingi.  Stjórn samþykkti framlagningu fjárhagsáætlunar á Haustþingi. 

5.    Almannatengsl
Framkvæmdastjóri lagði minnisblað um almannatengsl fyrir fundinn og kynnti tillögur frá almannatengslafyrirtækinu Athygli og sjónvarpsstöðinni N4.  Stjórn fól framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu en gæta þess að verkefnið fari ekki af stað nema fullfjármagnað og að gert verði ráð fyrir vinnu Vestfjarðastofu við verkefnið í kostnaðaráætlun þess og starfsáætlun Vestfjarðastofu.

6.    Önnur mál

Engin önnur mál. 

Fundi slitið kl. 11:40