Fara í efni

Fundargerð 8. fundar stjórnar Vestfjarðastofu

08.08.2018 00:00

8. stjórnarfundur Vestfjarðastofu

Haldinn í stað- og fjarfundi, miðvikudaginn 8. ágúst 2018, kl 13.00.

Í fjarfundi voru: Pétur G Markan, formaður, Daníel Jakobsson (varamaður Margrétar Jómundsdóttur, Jón Örn Pálsson, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Jón Jónsson (varamaður Ágústu Ýrar Sveinsdóttur), Kristján G. Jóakimsson og Víkingur Gunnarsson.

Í fundaherbergi Vestfjarðastofu voru: Sigurður Hreinsson og Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri sem sá um að rita fundinn.

Ingibjörg Emilsdóttir boðaði forföll og ekki tókst að boða varamann í hennar stað.

Gestir fundarins voru Karl Friðriksson Nýsköpunarmiðstöð Íslands/Framtíðarsetri Íslands og Sævar Kristinsson KPMG.

Boðuð dagskrá fundarins er sem hér segir;

  1. Yfirlit verkefna Vestfjarðastofu
  2. Umsögn til Samgönguráðs vegna umhverfismats Samgönguáætlunar 2019-2033.
  3. Sviðsmyndagreining
  4. Önnur mál

Formaður setti fundinn og bað framkvæmdastjóra um að stýra fundi í samræmi við dagskrá.

1.    Yfirlit verkefna Vestfjarðastofu.
Framkvæmdastjóri fór í örstuttu máli yfir verkefni sem unnið hefur verið að í sumar.

2.    Umsögn til Samgönguráðs vegna umhverfismats Samgönguáætlunar 2019-2033
Framkvæmdastjóri og formaður samgöngunefndar FV fóru yfir umsögnina og gerðar voru nokkrar athugasemdir sem fundamenn töldu rétt að bæta við umsögnina.Framkvæmdastjóra falið að ljúka við umsögn með viðbótum og athugasemdum sem Jón Jónsson tekur saman og sendir.

3.    Sviðsmyndagreining
Framkvæmdastjóri kynnti verkefnið sviðsmyndagreiningu og Karl Friðriksson framkvæmdastjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Sævar Kristinsson frá KPMG kynntu verkefnið og þeirra aðkomu að því.
Framkvæmdastjóri lagði til að stjórn Vestfjarðastofu myndaði stýrihóp verkefnisins og samþykkti stjórn það.

Samningur um ráðgjöf og framkvæmd sviðsmyndagreiningar milli Vestfjarðastofu og Framtíðarseturs Íslands lagður fram til kynningar.  Framkvæmdastjóra falið að ljúka gerð samnings. 

4.    Önnur mál
Fundargerð samgöngu- og fjarskiptanefndar FV lögð fram til kynningar og athygli vakin á atriðum sem beint er til Vestfjarðastofu.
Framkvæmdastjóra og starfsmönnum falið að vinna að þeim viðfangsefnum. 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 14.20.