Fara í efni

Fundargerð 6. Stjórnarfundar Vestfjarðastofu

04.06.2018 13:00

6. stjórnarfundur Vestfjarðastofu

Fundargerð stjórnarfundar Vestfjarðastofu 4. júní 2018, haldinn í fundarsal Vestrahússins og í fjarfundi kl. 14:00. 

Mætt voru: Pétur G. Markan, formaður, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, , Margrét Jómundsdóttir, Sigurður Hreinsson, Kristján G. Jóakimsson. Í fjarfundi voru Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Ingibjörg Emilsdóttir, Jón Örn Pálsson, Víkingur Gunnarsson.  Jafnframt sátu fundinn Sigríður Ó. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri, Aðalsteinn Óskarsson sviðsstjóri byggðasviðs og Díana Jóhannsdóttir sviðsstjóri atvinnusviðs sem ritar fundargerð.

Boðuð dagskrá var sem hér segir:  

 1. Fundargerð síðasta fundar 
 2. Yfirlit yfir starfið í apríl & maí (ekki í gögnum, verður kynnt á fundi) 
 3. Kynning á verkefnum í vinnslu:  
  Sviðsmyndagreining – kynning á tillögum varðandi sviðsmyndagreiningu  
  Ferðamálastofa – Samningar undirritaðir 
  Lógó Vestfjarðastofu – tillaga kynnt.
  Athygli – kynning á tillögum varðandi almannatengslaverkefni  
 4. Ársfundur fulltrúaráðs – dagssetning og dagskrá  
 5. FV & Vestfjarðastofa – verklag  
 6. Nefndir, ráð og faghópar Vestfjarðastofu og FV  
 7. Breytingar á samþykktum Vestfjarðastofu  
 8. Verklagsreglur  
  Verklagsreglur fyrir stjórn  
  Verklagsreglur fyrir starfsháttanefnd  
  Verklagsreglur fyrir fagráð  
  Verklagsreglur fyrir faghópa 
 9. Vinna starfsháttanefndar:  
  Þóknun stjórnar  
 10. Önnur mál 

Fundur er settur 14:00 og gengið til boðaðrar dagskrár.

1.    Fundargerð
Fundargerð 4. stjórnarfundar lögð fram til staðfestingar. Áður send í tölvupósti. Fundargerð samþykkt.

2.    Yfirlit yfir starfið í apríl & maí :
Framkvæmdastjóri fór yfir helstu þætti í starfi Vestfjarðastofu í apríl og maí.

3.    Kynning á verkefnum í vinnslu:
Sviðsmyndagreining. Kynnt vinnuskjal frá KPMG og Nýsköpunarmiðstöð. Framkvæmdastjóra falið að ræða nánar við tilboðsgjafa.
Ferðamálastofa – samningar lagðir fram til kynningar.
Lógó Vestfjarðastofu kynnt. Tillögur kynntar.  Ákveðið að vinna áfram með tillögu 3 og framkvæmdastjóra falið að halda áfram með þá vinnu.
Athygli – tillögur varðandi almannatengsl kynntar.  Framkvæmdastjóra falið að halda áfram með þá vinnu.

4.   Ársfundur fulltrúaráðs
Ákveðið að halda ársfund á suðursvæði Vestfjarða 29. júní.

5.    FV og Vestfjarðastofa – verklag.
Tillaga að útfærslu rædd. Stjórn telur málið þurfa meiri umræðu og afgreiðslu frestað. 

6.    Nefndir, ráð og faghópar Vestfjarðastofu og FV
Tillaga um skipulag nefnda, ráða og faghópa lögð fram og samþykkt af stjórn.

7.    Breytingar á samþykktum Vestfjarðastofu.
Stjórn samþykkir að leggja breytingar á 3 & 8 greinar í samþykktum Vestfjarðastofu fyrir fulltrúaráð á ársfundi 29. júní.

8.    Verklagsreglur 
Lið Frestað til næsta fundar.

Verklagsreglur fyrir stjórn
Verklagsreglur fyrir starfsháttanefndar
Verklagsreglur fyrir fagráð
Verklagsreglur fyrir faghópa

9.    Vinna starfsháttanefndar:

Þóknun stjórnar.  Ákvörðun starfsháttanefndar um þóknun stjórnar lögð fram til kynningar.

10.  Önnur mál

a) Orkumálaþing. Formaður leggur til að Vestfjarðastofa haldi málþing um raforkumál Vestfjarða í haust. Samþykkt að halda slíka fundi í samhengi við önnur kynningarmál sem eru í vinnslu.

b) Haldinn verði stjórnarfundur 29. júní í samhengi við ársfund.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:55