Fara í efni

Fundargerð 39. fundar stjórnar Vestfjarðastofu

22.09.2021 14:00

Fundargerð 39. stjórnarfundar Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga, fundurinn var haldinn 22. september kl 14.00, í fjarfundi. 

Mætt voru: Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður, Elísabet Gunnarsdóttir, Kristján Jón Guðmundsson, Kristján G. Jóakimsson, Shiran Þórisson og Þórir Guðmundsson. Auk þeirra sat fundinn Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð og Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri  

Formaður kynnti að Marzelíus Sveinbjörnsson, hefði boðað forföll og einnig varamaður hans Nanný Arna Guðmundsdóttir. Aðalbjörg Óskarsdóttir boðaði forföll.  

Boðuð dagskrá fundarins er sem hér segir. 

Fundur stjórnar Vestfjarðastofu  

 1. Skýrsla framkvæmdastjóra - Sigríður Ó. Kristjánsdóttir 
 2. Endurskoðun samþykkta Vestfjarðastofu – upplýsingar um samráð  
 3. Staða áhersluverkefna Sóknaráætlunar  
 4. Drög að fjárhagsáætlun Vestfjarðastofu - 2022  
 5. Orkuhópur Iðnaðarráðherra 
  1.  staða eftir fyrsta fund - Iða Marsibil  
 6. Lagt fram til kynningar - VFS:  
  1. Störf án staðsetningar - skýrsla Stjórnarráðsins  
  2. Vinnu og skólasóknarsvæði - skýrsla Byggðastofnunar   
  3. Grænir iðngarðar - Skýrsla Íslandsstofu – 
  4. Brothættar byggðir – ársskýrsla 
  5. Endurskoðuð starfsáætlun stjórnar Vestfjarðastofu / FV  
 7. Endurskoðun samþykkta Fjórðungssambands Vestfirðinga - drög að breytingatillögu
 8. Drög að fjárhagsáætlun Fjórðungssambands Vestfirðinga  
 9. Samningur vegna C9 verkefnis og tilnefning í vinnuhóp 
 10. Dagskrá 66. Fjórðungsþings að hausti 
 11. Ályktanir á Fjórðungsþingi 
  1. Fjármögnun (FV/Vestfjarðastofu) - framtíðarsýn  
 12. Lagt fram til kynningar   
  1. Greinargerð FV til jöfnunarsjóðs 
  2. Fundargerð 121. stjórnarfundar Austurbrúar 25. maí 2021 - f    
  3. Fundargerð 162. fundar SSV 9. júní 2021  
  4. Fundargerð 68. fundar stjórnar SSNV 7. september 2021   
  5. Fundargerð – 29. Fundur stjórnar SSNE 8. Sept 2021  
  6. 572. stjórnarfundur SASS. 3. sept 2021  
  7. 771. Stjórnarfundur SSS 16. sept 2021  
  8. 528. fundur stjórnar SSH 16. sept 2021 
  9. Grænbók samgönguáætlunar  
 13. Umsagnir:  
  1. Afgreiddar umsagnir 
  2. Umsagnarbeiðnir 
  3. Umsagnir til skoðunar 

Fundur stjórnar FV 

 1. Skýrsla framkvæmdastjóra - Sigríður Ó. Kristjánsdóttir 
  Framkvæmdastjóri kynnti munnlega skýrslu.  
  Stjórn þakkar greinargott yfirlit yfir starfsemina.  
 2. Staða áhersluverkefna Sóknaráætlunar  
  1. Díana Jóhannsdóttir fór yfir stöðu áhersluverkefna á sviði ferðaþjónustu, Vestfjarðaleiðina og Visit Westfjords.  
  2. Sigríður Ó. Kristjánsdóttir fór yfir stöðu áhersluverkefnanna Sýnilegri Vestfirði, Nýsköpunar og samfélagsmiðstöðvar og Samfélagssáttmála í fiskeldi.  
   Stjórn þakkar fyrir góða samantekt og góða vinnu í tengslum við samfélagssáttmála í fiskeldi og hvetur starfsmenn til að nýta meðbyr í vinnunni áfram.
 3. Drög að fjárhagsáætlun Vestfjarðastofu - 2022  
  Framkvæmdastjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun Vestfjarðastofu fyrir árið 2022 og forsendur að baki áætluninni.  
  Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna áfram með framlögð drög að fjárhagsáætlun.  
 4. Orkuhópur Iðnaðarráðherra 
  1. staða eftir fyrsta fund - Iða Marsibil  fór yfir framvindu fyrsta fundar. 
   Stjórn þakkar Iðu Marsibil yfirferð og felur sviðsstjóra byggðamála og framkvæmdstjóra að vinna drög að ályktun um orkumál á Vestfjörðum, byggða á umræðu stjórnarfundar til að leggja fyrir 66. Fjórðungsþing að hausti.  
 5. Lagt fram til kynningar - VFS:  
  1. Störf án staðsetningar - skýrsla Stjórnarráðsins  
   Stjórn þakkar góða skýrslu en vill benda á að störf án staðsetningar eru enn of fá og mikilvægt er að deildir eða heilar einingar séu staðsettar víðar um landið en nú er. Mikilvægt er að settir séu upp hvatar fyrir stofnanir til að þær hafi hag af því að störf séu staðsett víðar um landið.   
  2. Vinnu og skólasóknarsvæði - skýrsla Byggðastofnunar
  3. Grænir iðngarðar - Skýrsla Íslandsstofu

   Fundur stjórnar FV 
 6. Endurskoðun samþykkta Fjórðungssambands Vestfirðinga - drög að breytingatillögu 
  Sviðsstjóri fór yfir drög að breytingartillögu.  
  Lið frestað til næsta fundar.  
 7. Drög að fjárhagsáætlun Fjórðungssambands Vestfirðinga 
  Sviðsstjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun Fjórðungssambands Vestfirðinga 
  Stjórn felur sviðsstjóra og framkvæmdastjóra að leggja til við fjárhagsnefnd tillögu að hækkun á árstillagi sveitarfélaga sem lögð var fyrir stjórn. Áður skal þó haft samráð við bæjar- og sveitarstjóra á reglulegum fundi.    
 8. Samningur vegna C9 verkefnis og tilnefning í vinnuhóp 
  Stjórn felur framkvæmdastjóra að undirita framlagðan samning og tilnefnir Jóhönnu Ösp Einarsdóttur í vinnuhóp verkefnisins og Aðalstein Óskarsson til vara. 
 9. Dagskrá og ályktanir á Fjórðungsþingi 
  1. Fjármögnun (FV/Vestfjarðastofu) – framtíðarsýn – sviðsstjóra og framkvæmdastjóra falið að vinna ályktun varðand fjármögnun byggt á umræðu um fjárhagsáætlun  
  2. Ályktun um orkumál (sbr bókun undir lið 4.)  
  3. Drög að dagskrá og fyrirkomulagi Fjórðungsþings samþykkt og sviðsstjóra og framkvæmdastjóra falið að vinna áfram með upplegg sem lagt var fram.   
 10. Úthlutun Uppbyggingarsjóðs 
  Lagt fram minnisblað Menningarfulltrúa varðandi úthlutun Uppbyggingarsjóðs, áherslur og skiptingu fjármagns.  
  Áherslur úthlutunar samþykktar og dagskrá úthlutunar. Ákvörðun um skiptingu fjármagns frestað til fundar stjórnar í október.  
 11. Lagt fram til kynningar   
  1. Fundargerð 121. stjórnarfundar Austurbrúar 25. maí 2021    
  2. Fundargerð 162. fundar SSV 9. júní 2021
  3. Fundargerð 68. fundar stjórnar SSNV 7. september 2021      
  4. Fundargerð – 29. Fundur stjórnar SSNE 8. Sept 2021   
  5. 572. stjórnarfundur SASS. 3. sept 2021     
  6. 771. Stjórnarfundur SSS 16. sept 2021   
  7. 528. fundur stjórnar SSH 16. sept 2021 
 12. Umsagnir:  
  1. Afgreiddar umsagnir 
  2. Umsagnarbeiðnir 
  3. Umsagnir til skoðunar 

Fundi slitið kl. 16:15