Fara í efni

Fundargerð 38. fundar stjórnar Vestfjarðastofu

11.08.2021 13:00

Fundargerð 38. stjórnarfundar Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga, fundurinn var haldinn 11. ágúst kl 12.00, á skrifstofu Vestfjarðastofu, Suðurgötu 12, Ísafirði og í fjarfundi.

Mætt voru: Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður, Aðalbjörg Óskarsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Kristján Jón Guðmundsson, Kristján G. Jóakimsson, Shiran Þórisson (í fjarfundi) og Þórir Guðmundsson. Auk þeirra sat fundinn Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri og Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 

Formaður bauð nýja stjórnarmenn Aðalbjörgu og Elísabetu velkomna til starfa eins kynnti hún að Marzelíus Sveinbjörnsson, hefði boðað forföll en í hans stað sæti fundinn Nanný Arna Guðmundsdóttir. Iða Marsibil Jónsdóttir varð að boða forföll þegar fundurinn var hafinn vegna tæknilegra öðrugleika.

Boðuð dagskrá fundarins er sem hér segir.

Fundur stjórnar Vestfjarðastofu

 1. Skýrsla framkvæmdastjóra - Sigríður Ó. Kristjánsdóttir
 2. Starfsáætlun stjórnar - Jóhanna Ösp Einarsdóttir
 3. Endurskoðun samþykkta Vestfjarðastofu - drög að breytingartillögu
 4. Fjárhagsáætlun Vestfjarðastofu - 6 mánaða staða
 5. Fjárfestingar á Vestfjörðum - verkefnisstjóri
 6. Tilnefning í nefnd um raforkumál á Vestfjörðum - staðfesting
 7. Lagt fram til kynningar - VFS:
  1. Samfélagssáttmáli í fiskeldi
  2. Samningur við ANR
  3. Kerfisáætlun Landsnets

Fundur stjórnar FV

8. Endurskoðun samþykkta Fjórðungssambands Vestfirðinga - drög að breytingatillögu

9. Lagt fram til kynningar  

  1. Fundargerð 161. fundar SSV 28. apríl2021 
  2. Fundargerð 67. fundar stjórnar SSNV 3. júní 2021  
  3. Fundargerð – 27. Fundur stjórnar SSNE 9. Júní 2021 
  4. 570. stjórnarfundur SASS. 4. júní 2021 
  5. 769. Stjórnarfundur SSS 16. júní 2021 
  6. 527. fundur stjórnar SSH 5. júlí 2021

10. Umsagnir: 

  1. Afgreiddar umsagnir 
  2. Umsagnarbeiðnir
  3. Umsagnir til skoðunar
           i.      Þingsályktun um stefnumótandi Byggðaáætlun 2022-2036 (skjali dreift á Alþingi 6. júlí 2021)
           ii.      Matslýsing umhverfismats samgönguáætlunar 2023-2037. (Samráðsgátt 10. Ágúst 2021)
          iii.      Grænbók um fjarskipti - stöðumat og valkostir (Samráðsgátt 11. Ágúst 2021)
          iv.      Grænbók um samgöngumál (Samráðsgátt 10. Ágúst 2021).

Formaður gerði tillögu um að tekin yrði á dagskrá tillaga um breytingu á fundardegi 66. Fjórðungsþings Vestfirðinga, tillagan samþykkt.

 Fundur stjórnar FV

8. Breyting á dagsetningu 66. Fjórðungþings Vestfirðinga að hausti.
Formaður kynnti að komið hefði í ljós að dagsetning 66. Fjórðungsþings Vestfirðinga, 29. og 30. október n.k. rækist á við annan viðburð sem sveitarstjórnarfulltrúar á Vestfjörðum myndu sækja.
Formaður gerði að tillögu að þinginu verði þess í stað haldið 22. og 23. október, tillaga að þingstað á Ísafirði er óbreytt. Tillagan samþykkt.

Málefni þingsins voru samþykkt á 66. Fjórðungsþingi, vor, Þjónusta sveitarfélaga í víðum skilningi.  Sviðsstjóra falið að undirbúa efni þingsins og eins óskað eftir efni ályktana frá sveitarstjórnum á Vestfjörðum og stjórnarmönnum fyrir næsta stjórnarfund.

9. Endurskoðun samþykkta Fjórðungssambands Vestfirðinga - drög að breytingatillögu
Formaður fór yfir umræðu á 66. Fjórðungsþings Vestfjarða, vor þar sem kynntar voru hugmyndir Lögð fram til umræðu drög að tillögu um breytingar á samþykktum Fjórðungssambands Vestfirðinga. Formaður kynnti efni tillögunnar og vísaði til þinggerðar 66. Fjórðungsþings,vor.
Til máls tóku Nanný Arna og Jóhanna.

Formaður gerði að tillögu að hugmyndir sem lagðar voru fram á Fjórðungsþingi yrðu lagðar til grundvallar breytingum á samþykktum og fela sviðsstjóra að móta tillögur að breytingum að samþykktum. Tillagan samþykkt.

10. Lagt fram til kynningar  

  1. Fundargerð 119. stjórnarfundar Austurbrúar 16. apríl 2021
  2. Fundargerð 161. fundar SSV 28. apríl2021 
  3. Fundargerð 67. fundar stjórnar SSNV 3. júní 2021  
  4. Fundargerð – 27. Fundur stjórnar SSNE 9. Júní 2021 
  5. 570. stjórnarfundur SASS. 4. júní 2021 
  6. 769. Stjórnarfundur SSS 16. júní 2021 
  7. 527. fundur stjórnar SSH 5. júlí 2021
  11. Umsagnir:
  1. Afgreiddar umsagnirEngar umsagnir hafa verið afgreiddar frá síðasta stjórnarfundi.
  2. UmsagnarbeiðnirEngar umsagnarbeiðnir hafa borist frá síðasta stjórnarfundi
  3. Umsagnir til skoðunar       
   i.   Þingsályktun um stefnumótandi Byggðaáætlun 2022-2036 (skjali dreift á Alþingi 6. júlí 2021)       
   ii.  Matslýsing umhverfismats samgönguáætlunar 2023-2037. (Samráðsgátt 10. Ágúst 2021)       
   iii. Grænbók um fjarskipti - stöðumat og valkostir (Samráðsgátt 11. Ágúst 2021)       
   iv. Grænbók um samgöngumál (Samráðsgátt 10. Ágúst 2021).
   Sviðsstjóri kynnti að aukin frestur hefði verið fenginn til að skila umsögn. Rætt um efni máls og samþykkt að skila inn umsögn. Rætt um tímasetningu og          umsagnarfrest, stjórn samþykkir að beint verði til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis að lengja almennt umsagnarfrest mála sem lögð eru fram á sumarleyfistíma.

Aðalsteinn Óskarsson og Nanný Arna Guðmundsdóttir, véku af fundi kl 13.50 og Sigríður Kristjánsdóttir tók við ritun fundar.

Shiran Þórisson, mætti til fundar

Fundur stjórnar Vestfjarðastofu

 1. Skýrsla framkvæmdastjóra
  Framkvæmdastjóri kynnti munnlega skýrslu framkvæmdastjóra.
 2. Starfsáætlun stjórnar
  Formaður kynnti drög að starfsáætlun stjórnar fyrir komandi starfsár. Starfsáætlun samþykkt með þeirri breytingu að stjórnarfundir verði almenn síðasta miðvikudag í mánuði kl. 14.
 3. Endurskoðun samþykkta Vestfjarðastofu - drög að breytingartillögu
  Lögð fram til umræðu drög að tillögu um breytingar á samþykktum Vestfjarðstofu ses. Formaður kynnti efni tillögunnar og framkvæmdastjóri kynnti drög að tillögu um aðkomu fyrirtækja og stofnana að stefnumörkun Vestfjarðastofu. Til máls tóku Shiran Þórisson, Elísabet Gunnarsdóttir, Aðalbjörg Óskarsdóttir og Kristján Jóakimsson.
  Framkvæmdastjóra falið að kynna tillögu að breytingum fyrir fyrirtækjum, samtökum fyrirtækja og menningar á svæðinu og leggja niðurstöður þess samtals fyrir stjórn á næsta fundi.
 4. Fjárhagsáætlun Vestfjarðastofu - 6 mánaða staða
  Framkvæmdastjóri kynnti samanburð á fjárhagsáætlun og fjárhagsstöðu fyrstu sex mánuði ársins. Lagt fram til kynningar
 5. Fjárfestingar á Vestfjörðum – verkefnisstjóri
  Framkvæmdastjóri kynnti drög að starfslýsingu og auglýsingu um tímabundið starf verkefnastjóra fjárfestinga. Til máls tóku Elísabet Gunnarsdóttir, Þórir Guðmundsson og Kristján Jón Guðmundsson. Stjórn Vestfjarðastofu felur framkvæmdastjóra að auglýsa tímabundi starf verkefnisstjóra fjárfestinga og nýsköpunar.
 6. Tilnefning í nefnd um raforkumál á Vestfjörðum – staðfesting
  Lögð fram tillaga um skipan Iðu Marsibil Jónsdóttur í starfshóp iðnaðarráðherra um raforkumál á Vestfjörðum, samkvæmt ósk ráðuneytisins um tilnefningu frá 7. júní s.l.. Iða verður fulltrúi FV og Vestfjarðastofu í starfshópnum. Tillagan var áður staðfest af stjórn í tölvupósti en er nú lögð fram til staðfestingar. Tillagan samþykkt.
 7. Lagt fram til kynningar - VFS:
  1. Samfélagssáttmáli í fiskeldi
   Framkvæmdastjóri lagði fram til kynningar yfirlýsingu Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar, Súðavíkurhrepps, Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar um samfélagssáttmála í fiskeldi.
  2. Samningur við ANR
   Framkvæmdastjóri lagði fram til kynningar samning við atvinnu-og nýsköpunarráðuneyti um yfirtöku verkefnavinnu sem áður voru á sviði starfsstöðvar Nýsköpunarmiðstöðvar á Ísafirði. Úrvinnsla í lið 5 á dagskrá fundar.
  3. Kerfisáætlun Landsnets
   Framkvæmdstjóri kynnti drög að tillögu að Kerfisáætlun Landsnets sem lögð var fram í júlí s.l.. Framkvæmdaáætlun tillögunnar felur í sér staðfestingu á umbótum á hringtengingu flutningskerfis á sunnanverðum Vestfjörðum og styrkingu flutningskerfis á norðanverðum Vestfjörðum. Er þetta í takt við umsagnir Fjórðungssambands og Vestfjarðastofu á umliðnum árum. Kynnt var fyrirhugað málþing um raforkumál og orkuskipti á Vestfjörðum sem haldið verður 17. mars 2022 í samstarfi við Bláma.

   Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00