Fara í efni

Fundargerð 33. fundar stjórnar Vestfjarðastofu

27.01.2021 14:00

33. Stjórnarfundur Vestfjarðastofu haldinn 27. Janúar 2021, kl 14.00 í fjarfundi. 

Mætt voru:  Hafdís Gunnarsdóttir, formaður, Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Kristján Jón Guðmundsson, Þorsteinn Másson, Iða Marsibil Jónsdóttir, Kristján G. Jóakimsson, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir og Þórir Guðmundsson. Auk þeirra sat fundinn Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri og Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 

Boðuð dagskrá fundarins er sem hér segir.  

  1. Fundargerð 32. stjórnarfundar 
  2. Samráð, upplýsingargjöf um starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða  
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra  
  4. Verkáætlun stjórnar 2021 
  5. Landsbyggðir og fjölmiðlar  
  6. Strandsvæðaskipulag Vestfjarða – skipan varafulltrúa 
  7. Lagt fram til kynningar  
    1. Sterkar Strandir - framtíðarsýn  
    2. Boðun á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 
    3. Samantekt Byggðastofnunar um húsnæði fyrir störf án staðsetningar 
    4. Fundargerð 67. fundar Stýrihóps stjórnarráðsins um Byggðamál 
    5. Fundargerðir 12, 13 & 14 fundar byggðamálaráðs  
    6. Fundargerð 62. fundar stjórnar SSNV 12. janúar 2021 -  
    7. Fundargerð – Stjórn SSN 13. janúar 2021  
    8. 565. fundur stjórnar SASS 3. desember 2020  
    9. 764. stjórnarfundur SSS. 16. desember 2020 -  
    10. 518. fundur stjórnar SSH 18. Janúar 2021-  
    11. Staða og þróun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða  
  8. Umsagnir og umsagnabeiðnir:   
    1. Umsögn um Grænbók Byggðaáætlunar 
    2. Umsagnarbeiðni Jarðalög – lagafrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mál 375  
    3. Umsagnarbeiðni Stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.) 418. mál, lagafrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.  
    4. Umsagnarbeiðni Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn, grásleppu, sandkola og hryggleysingja) 419. mál, lagafrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.  
    5. Umsagnarbeiðni Tillaga til þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál 

Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár. 

  1. Fundargerð 32. stjórnarfundar 
    Lögð fram til kynningar fundargerð 32. stjórnarfundar frá 16. desember 2020. Formaður kynnti að fundargerðin hafi verið staðfest með rafrænni undirskrift og verði fundargerðir eftirleiðis staðfestar með þeim hætti.   

    Mættur til fundar Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestafjarða 
  2. Samráð, upplýsingargjöf um starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða  
    Formaður bauð Gylfa velkominn til fundar.  
    Gylfi kynnti að samkvæmt reglugerð um heilbrigðisþjónustu á grunni nýrra laga um heilbrigðisþjónustu, segir að forstjóri heilbrigðistofnunar skuli “boða landshlutasamtök sveitarstjórna í umdæmi sínu til samráðs- og upplýsingafunda um starfsemi stofnunar og þróun þjónustunnar eigi sjaldnar en einu sinni á ári.“ 

    Gylfi kynnti að nýmæli í lögum um að leggja mat á um þörf heilbrigðisumdæmis fyrir heilbrigðisþjónustu og samráð við sveitarstjórnir í landshlutanum um meiriháttar breytingar á starfsemi stofnana. Kynnti Gylfi stöðu þjónustu, áform um uppbyggingu m.a. framkvæmdir og fjárhags og rekstrarstöðu. 

    Rætt um efni máls og var stjórn sammála mikilvægi reglulegra funda. Til máls tóku Hafdís, Jóhanna og Iða. Formaður þakkaði Gylfa fyrir komuna og vék hann af fundi. 

    Mætt til fundar Guðrún Anna Finnbogadóttir, verkefnastjóri. 
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra  
    Framkvæmdastjóri kynnti stöðu verkefna og eins tóku Aðalsteinn sviðsstjóri og Guðrún verkefnastjóri þátt í kynningu verkefna varðandi innviðamál og fiskeldismál. 
    Til máls tóku, Þorsteinn, Iða, Kristján Jón, Hafdís,   
    Guðrún Anna vék af fundi. 
    Framkvæmdastjóri kynnti yfirlit á fjárhagsstöðu í lok árs 2020 og samanburð við áætlanir.   
    Til máls tóku Kristján Jón og Hafdís. 
  4. Verkáætlun stjórnar 2021 
    Rætt um aðkomu stjórnar að málefnavinnu í verkefnum Vestfjarðastofu. Framkvæmdastjóra falið að gera tillögu að skiptingu stjórnarmanna á ákveðin málefni.    
    Til máls tóku. Kristján Jón, Þorsteinn og Hafdís. 
  5. Landsbyggðir og fjölmiðlar  
    Kynnt greining á birtingarmynd íbúa landsbyggðanna í fjölmiðlum. Rætt um tillögu um málþing landshlutasamtaka þar sem fjallað yrði um málið. Framkvæmdastjóra falið.   Framkvæmdastjóri kynnti eftirfarandi tillögu að bókun stjórnar sem yrði samhljóða bókun annarra landshlutasamtaka:  “Almennt er gert ráð fyrir því að þriðjungur einstaklinga sem tilnefndir eru í ráð, nefndir og hópa á vegum ríkisins séu búsettir utan höfuðborgarsvæðisins.” 
    Tillagan samþykkt.  
    Til máls tóku. Hólmfríður Vala, Jóhanna, Þórir, Kristján Jóakimsson, 
  6. Strandsvæðaskipulag Vestfjarða – skipan varafulltrúa 
    Varafulltrúi í svæðisráði Strandsvæðaskipulags Vestfjarða hefur verið Pétur G Markan, sem fulltrúi Súðavíkurhrepps. Pétur lét af störfum sveitarstjóra Súðavíkurhrepps árið 2019.  Formaður lagði til að Samúel Kristjánsson, Súðavíkurhreppi verði skipaður varafulltrúi í svæðisráði Strandsvæðaskipulags Vestfjarða. Tillaga samþykkt.  
  7. Lagt fram til kynningar  
    1. Sterkar Strandir - framtíðarsýn  
    2. Boðun á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 
    3. Samantekt Byggðastofnunar um húsnæði fyrir störf án staðsetningar 
    4. Fundargerð 67. fundar Stýrihóps stjórnarráðsins um Byggðamál 
    5. Fundargerðir 12, 13 & 14 fundar byggðamálaráðs  
    6. Fundargerð 62. fundar stjórnar SSNV 12. janúar 2021 -  
    7. Fundargerð – Stjórn SSN 13. janúar 2021  
    8. 565. fundur stjórnar SASS 3. desember 2020  
    9. 764. stjórnarfundur SSS. 16. desember 2020 -  
    10. 518. fundur stjórnar SSH 18. Janúar 2021-  
    11. Staða og þróun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða  
  8. Umsagnir og umsagnabeiðnir:   
    1. Umsögn um Grænbók Byggðaáætlunar 
      Sviðsstjóri Byggðamála fór yfir drög að umsögn um Grænbók Byggðaáætlunar.  
      Til máls tóku Hafdís, Jóhanna, Kristján Jóakimsson og Kristján Jón Guðmundsson.  
    2. Umsagnarbeiðni Jarðalög – lagafrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mál 375  
      Formaður lagði til að Vestfjarðastofa sendi ekki inn umsögn um málið. Tillaga samþykkt.  
    3. Umsagnarbeiðni Stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.) 418. mál, lagafrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.  
      Málinu verði vísað til sveitarfélaga. 
    4. Umsagnarbeiðni Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn, grásleppu, sandkola og hryggleysingja) 419. mál, lagafrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.  
      Send verði inn ályktun 65. Fjórðungsþings um málið.  
    5. Umsagnarbeiðni Tillaga til þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál. Umsögn verði undirbúin og send tillaga til stjórnar.   

Fundi slitið kl. 15:53