Fara í efni

Fundargerð 32. fundar stjórnar Vestfjarðastofu

16.12.2020 14:00

Fundargerð 32. stjórnarfundar Vestfjarðastofu, haldinn í fjarfundi, kl 14.00, þriðjudaginn 16. desember 2020.

Mætt voru:  Hafdís Gunnarsdóttir, formaður, Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Kristján Jón Guðmundsson Kristján G. Jóakimsson, Þorsteinn Másson, og Þórir Guðmundsson. Auk þeirra sat fundinn Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri og Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri sem ritaði fundargerð

Formaður kynnti að Iða Marsibil Jónsdóttir hefði boðað forföll og varamaður hennar Lilja Magnúsdóttir, sæti fundinn í hennar stað.

Boðuð dagskrá fundarins er sem hér segir;

  1. Fundargerð 31. stjórnarfundar 28.10.2020
  2. Skýrsla framkvæmdastjóra
    Sóknaráætlun Vestfjarða, nýsköpun á landsbyggðunum og C1 verkefni Byggðaáætlunar.
  3. Starfsáætlun Vestfjarðastofu 2021
  4. Áfangastaðastofa Vestfjarða
  5. Umhverfisvottun Vestfjarða
  6. Lagt fram til kynningar
    1. Fundargerð 11, 12. & 13. fundar Byggðamálaráðs
    2. Fundargerð 892. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
    3. Greinargerð um Sóknaráætlanir landshluta
    4. Fundargerðir landshlutasamtaka
      1. Fundur SSNV – 1. desember
      2. Fundur SSNE 9. desember
      3. Fundur SASS 3. desember
  7. Umsagnir:
    1. Hálendisþjóðgarður - áherslur stjórnar?

Formaður setti fundinn og gengið til dagskrár.

  1. Fundargerð 31. stjórnarfundar 28.10.2020
    Fundargerð 31. stjórnarfundar haldinn 28. október s.l., lögð fram til staðfestingar. Fundargerð hefur áður verið kynnt í tölupósti.
    Fundargerð borinn upp samþykkt.
  2. Skýrsla framkvæmdastjóra.
    Farið yfir eftirfylgni á ályktunum 65. Fjórðungsþings Vestfirðinga, fundir með ráðuneytum og stofnunum og umsagnir um þingmál. Farið yfir aðdraganda að Áfangastofu Vestfjarða en vísast til 4. liða. Kynnt undirritun Bláma orkuverkefnis þann 15. desember s.l.. Kynnt minnisblað frá úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða þar sem lýst er áhyggjum af lækkun framlaga til sjóðsins. Kynnt úthlutun úr Matvælasjóðs nú í dag, Vestfjarðastofa á verulegan hlut í undirbúningi þeirra umsókna sem samþykktar voru til aðila á Vestfjörðum. Kynntur undirbúningur að umsókn í EES þróunarsjóð. Kynnt niðurstaða af úthlutun C1 verkefni Byggðaáætlunar en engar umsóknir Vestfjarðarstofu fengu úthlutun. Kynntur undirbúningur að stuðningsverkefnum við frumkvöðla og starfandi fyrirtækja, með að markmiði að efla aðila til að sækja um verkefnastyrki, minni sem stærri.    
  3. Starfsáætlun Vestfjarðastofu 2021
    Framkvæmdastjóri lagði fram til umræðu tillögu að starfsáætlun Vestfjarðarstofu fyrir árið 2021. Tillagan er unnin á grundvelli áherslna vinnufundar stjórnar og starfsmanna þann 13. nóvember s.l. og úrvinnslu starfsmanna og framkvæmdastjóra á áherslum, markmiðum og útfærslu í einstaka tillögum.  
    Formaður opnaði umræðu um starfsáætlun, til máls tóku Þorsteinn, Lilja og Hafdís. Ekki komu fram tillögur um breytingu á tillögunni og bar formaður tillögu, að starfsáætlun Vestfjarðarstofu fyrir árið 2021 upp til samþykktar.
    Tillagan samþykkt samhljóða.
  4. Áfangastaðastofa Vestfjarða
    Lögð fram til umræðu drög að samningi Fjórðungsambands Vestfirðinga við Atvinnu og nýsköpunarráðuneyti f.h. Ferðamálastofu um stofnun Áfangastofu Vestfjarða.
    Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra dags 4. desember 2020 um hlutverk, rekstur og samstarf ferðaþjónustu og sveitarfélaga á Vestfjörðum um Áfangastofu og samþættingu við hlutverk og verkefni Markaðsstofu Vestfjarða. 
    Framkvæmdastjóri óskaði heimildar til að halda áfram með verkefnið og kalla eftir afstöðu sveitarfélaga á Vestfjörðum til nýs samnings og leggja síðan að nýju fyrir stjórn. Til máls tóku Hafdís og Þorsteinn.
    Formaður bar upp tillögu um að veita heimild til framkvæmdastjóra. Tillagan samþykkt samhljóða.
  5. Umhverfisvottun Vestfjarða
    Lögð fram til umræðu drög að samningi Vestfjarðastofu og Náttúrustofu Vestfjarða um framlengingu á samningi um framkvæmd á Umhverfisvottun Vestfjarða.
    Framkvæmdastjóri kynnti framkvæmd á núverandi samningi og það mat sitt að rétt sé að framlengja samninginn til eins árs en vera í nánari samráði við Náttúrustofu um framkvæmd sem lið í að undirbúa lengri samning.
    Til máls tóku Kristján Jóakimsson, Þorsteinn, Þórir, Lilja og Hafdís.
    Formaður bar upp tillögu að staðfesta samninginn.
    Tillagan samþykkt samhljóða.

    Einnig tekið til umræðu tölvupóstar frá Hafliða Halldórssyni, einn landeiganda Ögurs í Súðavíkurhreppi varðandi starfsemi að Garðsstöðum í Súðavíkurhreppi. Til máls tóku Hafdís, Þorsteinn, Lilja, Kristján Guðmundsson, Kristján Jóakimsson, Hólmfríður, Jóhanna, Þórir.  
    Málið er lagt fram til kynningar en ekki tekin afstaða til þess á þessu stigi.
  6. Lagt fram til kynningar
    1. Fundargerð 11, 12. & 13. fundar Byggðamálaráðs
      11. fundur
      12. fundur
      13. fundur
    2. Fundargerð 892. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
    3. Greinargerð um Sóknaráætlanir landshluta
      Lögð fram greinargerð um framkvæmd Sóknaráætlana landshluta fyrir tímabilið 2015-2019. Í henni kemur m.a. fram að rúmum 5 milljörðum króna var varið til sóknaráætlana landshluta á tímabilinu. Af þessum rúmu 5 milljörðum komu 4 milljarðar frá ríkinu en tæpar 500 m.kr. frá sveitarfélögunum. Unnið var að 283 áhersluverkefnum um land allt og framlag til þeirra nam 1,6 ma.kr. Styrkir úr uppbyggingarsjóði námu 2,3 ma.kr. á tímabilinu og voru 2966 verkefni styrkt, en rúmar 5 þúsund umsóknir bárust.
    4. Fundargerðir landshlutasamtaka     
      i.     Fundur SSNV – 1. desember
      ii.     Fundur SSNE 9. desember
      iii.     Fundur SASS 3. desember
  7. Umsagnir:
    Hálendisþjóðgarður, kynnt beiðni Umhverfis og samgöngunefndar, Alþingis um umsögn til nefndarinnar um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð mál 369. Frestur til að skila umsögn þann 1. febrúar n.k..  Til máls tóku Hafdís, Jóhanna, Hólmfríður, Kristján Guðmundsson, Þórir, Kristján Jóakimsson, Lilja og Ágústa.
    Samþykkt að Vestfjarðastofa taki saman minnisblað um áherslur í málinu og tekin afstaða til skila á umsögn í framhaldi af því.

Formaður og framkvæmdastjóri þökkuðu fyrir góðan fund og óskaði stjórn og starfsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju

Fleira ekki gert og fundi slitið 15.20

Fundargerð - undirrituð