Fara í efni

Fundargerð 28. fundar stjórnar Vestfjarðastofu

23.06.2020 14:00

Fundargerð 28. stjórnarfundar Vestfjarðastofu haldin í stað- og fjarfundi þriðjudaginn 23. júní 2020, kl 14.00.

Mætt voru: Í fundaherbergi Vestfjarðastofu á Ísafirði: Hafdís Gunnarsdóttir, formaður, Kristján Jón Guðmundsson og Sigurður Hreinsson. Í fjarfundi:  Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Iða Marsibil Jónsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Kristján G. Jóakimsson, og Þorsteinn Másson.  Auk þess sátu fundinn Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð og Díana Jóhannsdóttir sviðsstjóri.

Boðuð dagskrá fundarins er sem hér segir;

 1. Fundargerð 27. stjórnarfundar
 2. Skýrsla framkvæmdastjóra og sviðsstjóra - flutt munnlega á fundinum.
  1. Verkefni og aðgerðir Markaðsstofu – flutt munnlega af Díönu Jóhannsdóttur
  2. Staða Vestfjarða – töluleg gögn
 3. Tilnefningar í stjórnir og ráð
   1. Fulltrúi FV í stjórn Byggðasamlags um málefni fatlaðs fólks á Vestfjörðum 
   2. Fulltrúi FV í fulltrúaráð Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða -  
   3. Fulltrúi FV í fulltrúaráð Háskólaseturs Vestfjarða  
   4. Fulltrúi VFS (áður Atvest) í fulltrúaráð Háskólaseturs Vestfjarða  
   5. Fulltrúi Vestfjarðastofu í fulltrúaráði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða 
   6. Fulltrúi Fjórðungssambands Vestfirðinga í fulltrúaráði Starfsendurhæfingar Vestfjarða 
   7. Fulltrúar í faghóp ferðamála  
 4. Samstarfsverkefni um orkumál – drög að samning
 5. Önnur mál
    1. Endurskoðun áhersluverkefna 2020
    2. Trúnaðarmál

Formaður setti fundinn og gengið til dagskrár;

1. Fundargerð 27. stjórnarfundar
Lögð fram fundargerð 27. stjórnarfundar Vestfjarðastofu frá 12. maí sl. til staðfestingar. Fundargerð hafði áður kynnt á svæði stjórnar. Fundargerð borin upp og samþykkt. 

 2. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri flutti munnlega skýrslu framkvæmdastjóra og fór yfir töluleg gögn um stöðu Vestfjarða. Sviðsstjóri atvinnumála fór yfir verkefni tengd ferðaþjónustu sem eru í vinnslu.  Stjórn þakkaði kynningarnar.

3. Tilnefningar í stjórn og ráð

a) Fulltrúi FV í stjórn Byggðasamlags um málefni fatlaðs fólks á Vestfjörðum 
Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Lilju Magnúsdóttur Tálknafjarðarhreppi til vara

b) Fulltrúi FV í fulltrúaráð Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða 
Baldur Smári Einarsson Bolungarvíkurkaupstað og Árný Huld Haraldsdóttir, Reykhólahreppi til vara

c) Fulltrúi FV í fulltrúaráð Háskólaseturs Vestfjarða - Friðbjörg Matthíasdóttir og Daníel Jakobsson til vara.   

d) Fulltrúi VFS (áður Atvest) í fulltrúaráð Háskólaseturs Vestfjarða - Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir og Lína Björg Tryggvadóttir til vara.

e) Fulltrúi Vestfjarðastofu í fulltrúaráði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða: Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, Aðalsteinn Óskarsson til vara

f) Fulltrúi Fjórðungssambands Vestfirðinga í fulltrúaráði Starfsendurhæfingar Vestfjarða: Aðalsteinn Óskarsson

g) Fulltrúar í faghóp ferðamála  
Fulltrúi stjórnar: Hólmfríður Vala Svavarsdóttir
Tilnefnd af stjórn: Nanný Arna Guðmundsdóttir og Anna Björg Þórarinsdóttir

 Díana Jóhannsdóttir yfirgaf fundinn kl. 14:37

4. Samstarfsverkefni um orkumál
Framkvæmdastjóri kynnti ferli vinnu við samstarfsverkefnið og drög að samningi.

Framkvæmdastjóra falið að ljúka gerð samninga á forsendum fyrirliggjandi samnningsdraga.

5. Önnur mál

a) Endurskoðun áhersluverkefna 2020
Framkvæmdastjóri lagði fram drög að minnisblaði með tillögum að breytingum á áhersluverkefnum 2020. Tillagan samþykkt.

b) Trúnaðarmál rædd í stjórn og stjórnarformanni falið að ljúka úrvinnslu. Bókun stjórnar skráð í trúnaðarbók.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 14.55.