Fara í efni

Fundargerð 2. fundar stjórnar Vestfjarðastofu

22.12.2017 00:00

Stjórnarfundur Vestfjarðastofu ses.

Fundur settur kl. 10:20 hinn 22. desember 2017 að Árnagötu 2-4 Ísafirði.

Mætt voru:  Pétur G. Markan formaður, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Víkingur Gunnarsson (í síma), Ágústa Ýr Sveinsdóttir (í síma), Kristján Jóakimsson, Sigurður Hreinsson, Ingibjörg Emilsdóttir (í síma).

Jón Örn Pálsson og Margrét Jómundsdóttir boðuðu forföll.

Starfsmenn fundarins voru Aðalsteinn Óskarsson og Róbert Ragnarsson (í síma), sem ritaði fundargerð.

Dagskrá fundarins:

 1.       Ráðning framkvæmdastjóra

Sautján umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu ses. Listi yfir umsækjendur lagður fram.

Hagvangur hefur lagt mat á umsækjendur og leggur til að þrír einstaklingar verði boðaðir í viðtöl. 

Stjórn felur stjórnarformanni og Róberti að ræða við umsækjendur ásamt Hagvangi. Viðtöl fari fram á Ísafirði í byrjun janúar.

 2.       Stofnsamþykktir
Stofnsamþykktir félagsins og tillaga undirbúningsstjórnar að stefnumörkun lögð fram, og rætt um hlutverk félagsins og markmið.

Umræða um 9. gr. samþykktanna, sérstaklega hvað varðar þá fimm fulltrúa sem koma af vettvangi sveitarstjórnarmála. Markmiðið er að þeir fulltrúar séu þeir sömu og sitji í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga. 

 Róberti falið að gera breytingatillögu að 9. gr. og leggja fyrir næsta fund stjórnar

 3.       Samrunaáætlun og starfslýsingar
Samrunaáætlun sem unnin var af undirbúningsstjórn Vestfjarðastofu og Capacent-ráðgjöf, sem og starfslýsingar framkvæmdastjóra og sviðsstjóra lagðar fram og ræddar.

Stjórn felur formanni að semja við Aðalstein Óskarsson um að gegna starfi framkvæmdastjóra þar til nýr framkvæmdastjóri tekur til starfa.

 4.      Þóknun stjórnar

Umræða um þóknun stjórnar með vísan til umræðu á stofnundi Vestfjarðastofu ses. 1. desember 2017.

Formaður leggur til að stjórn feli starfsháttanefnd að leggja fram tillögu að þóknun stjórnar á næsta fundi fulltrúarráðs, en fram að þeim tíma fylgi launakjör stjórnar sömu viðmiðum og eru hjá stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Samþykkt samhljóða.  

 5.       Stofnun félagsins

Framkvæmdastjóri upplýsti stjórn um stöðuna á stofnun félagsins, 26 aðilar hafa líst yfir vilja til að verða stofnaðilar, þ.á.m. öll sveitarfélögin á Vestfjörðum. Unnið er að skráningu félagsins hjá Fyrirtækjaskrá.

 6.       Næsti fundur stjórnar

Ákveðið að næsti fundur fari fram þriðjudaginn 16. janúar kl. 9.

Fleira var ekki gert og fundi slitið klukkan 11.40.