Fara í efni

Vilt þú gerast persónulegur talsmaður fatlaðs einstaklings?

Fréttir

Vilt þú gerast persónulegur talsmaður fatlaðs einstaklings?

Einstaklingur, sem vegna fötlunar á erfitt með að gæta hagsmuna sinna, á rétt á að velja persónulegan talsmann sér til aðstoðar, skv. 7. grein laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk frá 2011. Meðal skilyrða sem þarf að uppfylla til þess að gerast persónulegur talsmaður er að sækja fræðslu um innihald og áherslur í starfinu. Um ólaunað starf er að ræða, en tilfallandi kostnaður er greiddur.

Námskeið fyrir áhugasama

Þeir sem hafa áhuga á að gerast persónulegir talsmenn eru beðnir um að hafa samband við réttindagæslumann fatlaðs fólks á sínu svæði þann 9. apríl nk. og munu í framhaldinu fá upplýsingar um námskeið vegna fyrrgreindrar fræðslu. Réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Vestfjörðum er 

Jón Þorsteinn Sigurðsson, s. 858 1939, netfang  jons@rett.vel.is.

Réttindagæslumaður mun veita frekari upplýsingar um hlutverk persónulegs talsmanns sé þess óskað, en nálgast má lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk sem og reglugerð um persónulega talsmenn á www.vel.is/rettindagaesla.