Fara í efni

Úthlutunarhóf

Fréttir Verkefni Uppbyggingasjóður Vestfjarða
Úthlutunarhóf á Hólmavík
Úthlutunarhóf á Hólmavík

Mánudaginn 10. desember stóð Vestfjarðastofa að úthlutunarhófi þar sem búið er að úthluta úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.  Hófið fór fram á þremur stöðum á sama tíma. Galdrasafninu á Hólmavík, veitingastaðnum Heimabyggð á Ísafirði og í Ráðhúsinu í Vesturbyggð. Var þeim sem fengu úthlutun boðið að koma og hlíða á örstutt erindi, þiggja smá veitingar og hlíða á hljómlistaratriði.

Skúli Gautason menningarfulltrúi hélt stutt erindi, Jón Jónsson fór með stutta tölu fyrir hönd Galdraseturs á Hólmavík og  minntist hann meðal annars Sigurðar Atlasonar fyrrverandi framkvæmdastjóra Galdrasafnsins á Hólmavík en hann féll frá þann 20. nóvember sl . Tveir nemendur frá Lýðháskólanum,  Steinunn Ása Sigurðardóttir og Ásta Kristín Pjetursdóttir tóku svo nokkur lög á Ísafirði.  Var öllum atburðum streymt á milli svæða þannig að allir sem þátt tóku sáu og heyrðu það sem fram fór á hinum stöðunum.

 

Vestfjarðastofa óskar  öllum þeim er fengu styrk til hamingju og hvetur þá sem ekki fengu að þessu sinni að reyna aftur að ári.