Fara í efni

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða opnar brátt

Fréttir Uppbyggingasjóður Vestfjarða

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða opnar brátt fyrir umsóknir en umsóknarglugginn verður opnaður aðeins fyrr í ár en síðustu ár og stendur hann opinn frá 17. september til hádegis 22. október. Við munum sérstaklega fagna verkefnum sem efla vetrarferðaþjónustu eða stuðla að framþróun í loftslagsmálum, en auðvitað eru allar hugmyndir velkomnar eins og áður.

Í ár verða nokkrar verklagsbreytingar við umsóknir og umsýslu þeirra. Þeir sem sækja um ættu þó ekki að verða fyrir óþægindum, en sjá væntanlega nýtt viðmót og aðeins breytt verklag. Það ætti þó alveg að skýra sig sjálft.

Við höfum gert nokkur myndbönd sem hafa það yfirmarkmið að sýna hversu fjölbreytt verkefni Uppbyggingarsjóður styrkir. Þau hafa verið að birtast á fésbókarsíðu Vestfjarðastofu og halda áfram að birtast þar.

Nánari upplýsingar um Uppbyggingarsjóð má finna hér.