Fara í efni

Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða 2019

Fréttir Uppbyggingasjóður Vestfjarða

Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða rann út í gær, mánudaginn 25. nóvember. Átti umsóknarfresturinn að vera til kl. 16:00 þann 21. nóvember en var honum framlengt vegna truflana í umsóknargátt Sóknáráætlunar.is. Alls bárust 128 umsóknir að þessu sinni, 49 atvinnuþróunar- og nýsköpunarumsóknir, 63 umsóknir til menningarverkefna og 16 umsóknir um stofn-og rekstrarstyrki.  
Nú tekur við úrvinnsla umsókna og er það níu manna Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs sem hefur það verkefni að fara yfir umsóknir og velja þau verkefni sem styrkt eru. Umsóknir eru m.a. metnar út frá samþykktum úthlutunarreglna hverju sinni, áherslum sjóðsins, markmiðum og áherslum sem fram koma í Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024 og samningi milli ríkis og sveitarfélaga um Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024.  Rík áhersla er lögð á að umsóknir séu metnar með faglegum hætti út frá trúverðugleika og gæðum umsókna og verkefna, afrakstri þeirra og þeim jákvæðu áhrifum sem þau hafa á atvinnuþróun, nýsköpun, mannauð, menningar- og mannlíf í fjórðungnum.

Úthlutun mun fara fram eftir 8. janúar 2020.