Fara í efni

Umsögn FV til Samgönguráðs vegna samgönguáætlunar.

Fréttir

Samgönguráð sendi FV erindi þann 19. júní 2017 varðandi endurskoðun samgöngustefnu vegna undirbúnings nýrrar samgönguáætlunar 2018-2029. Boðað var til fundar samgöngunefndar FV ásamt varamönnum og stjórn FV og unnin umsögn um málið. Hér eru sett fram tillögur og forgangsröðun samgönguverkefna á næstu árum og áratugum auk umsagnar um vetrarþjónustu og almenningssamgöngur. Umsögnina má finna hér á vefnum undir umsagnir.