19. október 2024			
		
	
					
															
							Fréttir						
																				
							Fjórðungssamband Vestfirðinga						
																
			Seinni dagur 69. Fjórðungsþings Vestfirðinga að hausti er runninn upp og klukkan níu hófust nefndarstörf í allsherjarnefnd. Kjörnir fulltrúar skiptast niður í fjóra hópa sem vinna með ályktanirnar sem lagðar voru fyrir þingið og eru í eftirfarandi flokkum: samgöngur, auðlindir umhverfisins, almannaheill og nýsköpun til framtíðar.
Streymi hefst frá þinginu að nýju undir dagskrárliðnum afgreiðsla ályktana sem ætlað er að hefjist klukkan 12:30 og einnig verður streymt frá kosningum sem hefjast í framhaldi af því. Þingslit eru áætluð kl.14. Dagskrá þingsins má nálgast hér.
Fyrri dagur þingsins gekk með miklum ágætum og má lesa um það hér.
