Fara í efni

Þegar íbúar móta framtíðina: Samfélagsleg nýsköpun í þágu byggðaþróunar

Fréttir MERSE

Samfélagsfrumkvöðlar á landsbyggðinni hafa haft mikil áhrif á lífið í byggðunum, en hvað er samfélagsleg nýsköpun? Hver er munurinn á samfélagslegri nýsköpun og annarri tegund af nýsköpun – og hvernig nýtist hún dreifðum byggðum? Þessum spurningum verður leitast við að svara á fyrsta erindi þessa árs í Forvitnum frumkvöðlum sem fer fram á Teams klukkan 12 á hádegi þriðjudaginn 6.janúar. Jafnframt verður rætt hvernig atvinnuráðgjafar landshlutanna geta stutt við samfélagsfrumkvöðla.

Vestfjarðastofa hefur verið þátttakandi í evrópska samstarfsverkefninu MERSE undanfarin tvö ár. Verkefnið snýst um að efla og styðja við samfélagslega nýsköpun í dreifðum byggðum. Í þessum hádegisfyrirlestri munu þær Steinunn Ása Sigurðardóttir og Anna Sigríður Ólafsdóttir fara yfir helstu niðurstöður MERSE og þann lærdóm sem við sem þátttakendur höfum dregið af verkefninu.

Af hverju ætti ég að taka þátt?
Þú færð innsýn inn í hvernig samfélagsleg nýsköpun getur leitt til jákvæðra breytinga í dreifðum byggðum, lærir hvað aðgreinir samfélagsfrumkvöðla frá öðrum og sérð hvernig landshlutasamtökin geta stutt samfélagsdrifin verkefni. Fyrirlesturinn veitir innsýn í hvernig styrkja má eigin hugmyndir eða starf á sviði samfélagslegrar nýsköpunar.

Viðburðurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu en áhugasöm geta skráð sig til þátttöku hér.

Skoða á viðburðardagatali