Fara í efni

Starfstöð sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra á Ísafirði

Fréttir
Fiskistofa kynnir starfsemi sína
Fiskistofa kynnir starfsemi sína

Starfstöð sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra var í Vestra húsi á Ísafirði þriðjudaginn 14. febrúar s.l., ráðherra bauð upp á viðtöl og kynnti sér starfsemi stofnana sem staðsettar eru í húsinu. Háskólasetur Vestfjarða og stofnanir ráðuneytisins Hafró, MAST, Matís og Fiskistofa héldu sérstaka kynningu á starfsemi og helstu verkefnum fyrir ráðherra og aðstaða þeirra var skoðuð. Lögð var áhersla á að kynna framsækin verkefni að nýrri nálgun við veiðar s.s. ljósvörpu og vinnslu afurða s.s. ofurkælingu sem nýttust jafnt fyrir hefðbundna fiskvinnslu sem og vinnslu eldisfisks.