Fara í efni

Starfsemi sveitarfélaganna með Bronze Benchmarking þriðja árið í röð

Fréttir

Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur fyrir hönd sveitarfélaganna á Vestfjörðum unnið að því að fá sveitarfélögin vottuð af vottunarsamtökunum EarthCheck. EarthCheck eru áströlsk vottunarsamtök sem eru þau einu í heiminum sem votta starfsemi sveitarfélaga.

 

Gögnum var skilað í ágúst 2015 vegna starfssemi sveitarfélagana á árinu 2014 og hefur EarthCheck nú staðfest að sveitafélögin hafi staðist Benchmarking viðmið EarthCheck. Þeir þættir sem kannaðir voru komu flestir vel yfir viðmiðunarlínu EarthCheck. Undirbúningur verkefnisins naut fjárhagsstuðnings frá sveitarfélögum á Vestfjörðum en verkefnið er unnið af verkefnisstjóra FV.

 

Inn í verkefninu eru hliðarverkefni eins og "plastpokalausir Vestfirðir" sem byrjað er að vinna að. Stefnt er að því að fara af stað með kynningu á verkefninu og hliðarverkefnum þess á næstu mánuðum. Kynningin verður á vegum Fjórðungssambands Vestfjarða og Framkvæmdaráðs. Fjórðungssambandið óskar sveitarfélögunum til hamingju með þennan áfanga.