Fara í efni

Starfsáætlun Vestfjarðastofu 2020

Fréttir

Stjórn Vestfjarðastofu samþykkti á fundi 3. desember 2019 starfsáætlun Vestfjaraðstofu fyrir árið 2020. Áherslur ársins 2020 taka mið af Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024 sem unnin var á árinu 2019 og miða að því að leggja grunn að frekari fjárfestingum á svæðinu, verkefni þar sem litið er til framtíðar svo sem að ljúka vinnu við innviðagreiningu, gerð raforkuspár fyrir Vestfirði, að fylgja eftir verkefnum áfangastaðaáætlunar í ferðaþjónustu svo nokkur atriði séu nefnd. 

Meðal markmiða Vestfjarðastofu á árinu er að vinna samgönguáætlun Vestfjarða, koma af stað samstarfsverkefnum með fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu, að taka í notkun nýtt vörumerki fyrir ferðamannaleiðina sem haft hefur vinnuheitið "Hringvegur 2" og að formgera samstarf við atvinnulíf á Vestfjörðum svo nokkur atriði séu nefnd.  

Í starfsáætlun eru skilgreind 12 meginmarkmið starfseminnar fyrir árið 2020 og lýsingar á um 60 verkefnum með skilgreindum aðgerðum og árangursmælikvörðum. 

Starfsáætlun má finna hér.