Fara í efni

Opnun Stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða

Fréttir

Á undraverðum tíma hafa risið við Fjarðarstræti á Ísafirði Stúdentagarðar Háskólaseturs Vestfjarða. Garðarnir samanstanda af tveimur húsbyggingum sem hvor um sig er með 20 vistarverur fyrir nemendur. Fyrr í haust fluttu nemendur inn í annað húsanna en nú er hið seinna tilbúið og af því tilefni verður boðið til formlegrar opnunar föstudaginn 1. desember á milli klukkan 13:30 og 18 að Fjarðarstæti 20b (húsið sem er nær Salem). Dagskrá með ávörpum verður á milli 14 og 15. Öll velkomin!

Skoða á viðburðardagatali