Fara í efni

Öll vötn til Dýrafjarðar - Frumkvæðissjóður - opnað hefur verið fyrir umsóknir

Fréttir Verkefni
Mynd. Haukur Sigurðsson
Mynd. Haukur Sigurðsson

Sem hluti af aðgerðum vegna veirufaraldurs hefur Alþingi samþykkt að veita aukalega 100 m.kr. til Brotthættra byggða á árinu 2020. Tekin hefur verið sú ákvörðun að skipta fjárveitingunni í tvo hluta, Frumkvæðissjóð og Öndvegissjóð. 60 m.kr. er veitt í Frumkvæðissjóð sem skiptist jafnt á milli þátttökubyggðarlaga, 8.5 m.kr. á hvert þeirra. Verkefnisstjórn hvers byggðarlags úthlutar úr sjóðnum. Öndvegissjóður 40 m.kr. er veitt í samkeppnissjóð sem er sameiginlegur fyrir öll sjö byggðarlögin. Þær umsóknir sem berast í Frumkvæðissjóðinn verða metnar af verkefnisstjórn byggðarlagsins og úr þeim hópi eru valin að hámarki tvö úrvalsverkefni sem gefst kostur á að sækja einnig í Öndvegissjóðinn.

Auglýst er eftir umsóknum úr Frumkvæðissjóði fyrir verkefnastyrki til nýsköpunar- og samfélagsverkefna á Þingeyri og við Dýrafjörð, sem verkefnisstjórn veitir úr í umboði Byggðastofnunar. Til úthlutunar úr Frumkvæðissjóði eru kr. 8,5 m.kr. Við síðustu úthlutun verkefnisins Öll vötn til Dýrafjarðar sáu ekki allir styrkhafar sér fært að nýta styrkinn sem þeim var úthlutað og munu þeir fjármunir, kr. 800 þús., því leggjast við Frumkvæðissjóð. Til úthlutunar er því samtals 9,3 m.kr.  Verkefnin þurfa að hefjast eig síðar en 1. september 2020 og vera lokið eigi síðar en 1. apríl 2021. 

Umsóknarfrestur er til og með 14. maí 2020 kl. 16.00. Allir sem búa yfir hugmyndum að frumkvæðis- og/eða samfélagverkefnum í samfélaginu við Dýrafjörð eru hvattir til að sækja um. Athugið að vönduð umsókn eykur líkur á úthlutun úr Frumkvæðissjóði og gæti jafnframt gefið möguleika á að verkefnið verði valið vegna umsóknar í Öndvegissjóð. Umsóknum skal skilað á tölvutæku formi á þar til gerðu eyðublaði sem finna hér. Umsókn sem hefur verið vistuð fyrir kl. 16.00 14. maí 2020 telst móttekin.

Verkefnisstjóri aðstoðar umsækjendur við að aðlaga umsóknina að Öndvegissjóð, ef þess gerist þörf. Opnað verður fyrir umsóknir í Öndvegissjóð 15. júní og umsóknarfrestur er til og með 26. júní.

Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjóri Agnes Arnardóttir, netfang: agnes@vestfirdir.is

Umsækjendum er bent á að kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins áður en hafist er handa við að fylla út umsókn. 
Styrkjareglur Brothættra byggða í heild sinni má finna hér. 

Upplýsingar um Frumkvæðissjóð og Öndvegissjóð má finna hér.