Fara í efni

Nýr menningarfulltrúi.

Fréttir

Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur ákveðið að ráða Skúla Gautason í starf menningarfulltrúa en forveri hans Jón Jónsson, lét af störfum í september s.l.. Áætlað er að Skúli komi til starfa í byrjun nóvember n.k. og verður starfstöð menningarfulltrúa eins á áður á Hólmavík.

 

Skúli er leikari að mennt en lauk síðast meistaranámi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og hefur starfað á þeim vettvangi m.a. sem viðburðastjóri Höfuðborgarstofu og framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. Skúli er þó þekktastur fyrir störf sín í leikhúsi og sjónvarpi, auk þess sem hann hefur verið helsta driffjöðrin í hljómsveitinni Sniglabandinu frá upphafi. Skúli er í sambúð með Þórhildi Örvarsdóttur, söngkonu og eiga þau saman þrjú börn, en Skúla á eina dóttur úr fyrri sambandi. 

 

Ráðningarstofan Talent sá um auglýsingu og rágjöf við ráðninguna. Starf menningarfulltrúa var auglýst um miðjan ágúst s.l., alls sóttu 17 um starfið. Tekin voru viðtöl við átta aðila og í framhaldinu fjóra aðila þar sem framkvæmdastjóri og formaður FV tóku þátt í viðtölum. Niðurstaða varr að ganga til samninga við Skúla og býður Fjórðungssamband Vestfirðinga hann velkominn til starfa á vettvangi menningarmála og atvinnuþróunar á þeim vettvangi.