Fara í efni

Ný stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga og Vestfjarðastofu

Fréttir

Ný stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga var kosin á Haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga og Vestfjarðastofu.  Nýja stjórn skipa Hafdís Gunnarsdóttir, Ísafirði, formaður; Sigurður Hreinsson, Ísafirði; Kristján Jón Guðmundsson, Bolungarvík; Ingibjörg Benediktsdóttir, Strandabyggð og Iða Marsibil Jónsdóttir Vesturbyggð. Í varastjórn verða Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Reykhólum;  Steinn Ingi Kjartansson, Súðavík; Lilja Magnúsdóttir, Tálknafirði; Nanný Arna Guðmundsdóttir og Kristján Þór Kristjánsson, Ísafirði. 

 

Hin nýja stjórn situr sjálfkrafa einnig í stjórn Vestfjarðastofu ásamt fulltrúum atvinnulífs og menningar sem kjörnir voru á ársfundi Vestfjarðastofu þann 29. júní sl. Fulltrúar atvinnulífs- og menningar í stjórn Vestfjarðastofu eru:  Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum; Kristján G. Jóakimsson, HG; Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Hótel Ísafirði og Víkingur Gunnarsson, Arnarlaxi.