Fara í efni

Mennta- og barnamálaráðherra verður á Gullkistunni

Fréttir

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra mun mæta á Gullkistuna Vestfirði á morgun laugardag. Hann mun ganga um sýninguna og sjá þá glæsilegu breidd atvinnulífs-, menntunar og menningar sem þar verður að finna.

Gullkistan Vestfirðir er metnaðarfull og fjölbreytt sýning sem dregur fram það besta sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða í atvinnulífi og menningu. Gullkistan Vestfirðir stendur frá klukkan 12 til 17 og er aðgangur ókeypis.