Fara í efni

Kynningarfundur Tækniþróunarsjóðs

Fréttir

Miðvikudaginn 3. febrúar voru Samtök iðnaðarins og  Rannís með rafræna kynningu á Tækniþróunarsjóði. Þar var farið ýtarlega yfir alla styrkjaflokka og skattafrádrætti vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar, reglugerð um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga.

Sjóðurinn hefur um 3,6 milljarða króna til úthlutunar á árinu 2021.

Styrkir í boði 
Einkaleyfisstyrkir – Ýta undir að frumkvöðlar og fyrirtæki verji hugverk sitt. 
Opið allt árið fyrir umsóknir. 

  1. Opin öllum sem vilja verja hugverk sitt með einkaleyfi
  2. Hámarksstyrkur 300 þúsund.
  3. Alþjóðleg umsókn – Hámarksstyrkur 1,2 mkr. 
  4. Sjóðurinn tekur þátt í allt að 50%

Fræið  -Opnar fyrir umsóknir seinnipart febrúar 2021

  1. Verkefni sem eru komin mjög stutt á leið og eru á hugmyndastigi. Fyrirtæki þurfa að vera yngri en 5 ára.
  2. Hægt að sækja um allt að 2 milljónir fyrir verkefni.
  3. Vinna að þróun hugmyndar í nokkra mánuði til að geta sótt eftir stærri styrkjum eins og t.d. Sporta
  4. Ekki krafist mótframlags.

 Sporti næsti umsóknarfrestur er 15. mars 2021

  1. Markmið að styðja við einstaklinga og ung fyrirtæki.
  2. Fyrirtæki þurfa að vera yngri en 5 ára.
  3. Stuðningur getur verið allt að 10 m á ári í allt að tvö ár.
  4. Ekki krafist mótframlags
  5. Leyfilegur kostnaður í markaðsvinnum má vera allt að 10% af heildarkostnaði verkefnisins eins og hann er skilgreindur í umsókn.

Vöxtur – fyrirtækjastyrkur næsti umsóknarfrestur er 15. mars 2021

  1. Vöxtur er ætlaður til að styrkja þróunarverkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar
  2. Hámarkstyrkur getur numið allt að 50 milljónum króna á tveimur árum, þó ekki meira en 25 milljónum króna á hvoru ári
  3. Krafist mótframlags á móti styrkjum (breytilegar eftir stærð fyrirtækja og tegund verkefnis)
  4. Leyfilegur kostnaður í markaðsvinnum má vera allt að 20% af heildarkostnaði verkefnisins eins og hann er skilgreindur í umsókn

 Sprettur næsti umsóknarfrestur er 15. mars 2021

  1. Styrkja lítil eða meðalstór fyrirtæki með frammúrskaranleg verkefni
  2. Hámarksstyrkur getur numið allt að 70 milljónum króna á tveimur árum, þó ekki meira en 35 milljónum króna á hvoru ári
  3. Rík krafa er um að fjárhagslegt bolmagn til að framkvæma verkefnið
  4. Leyfilegur kostnaður í markaðsvinnum má vera allt að 25% af heildarkostnaði verkefnisins eins og hann er skilgreindur í umsókn

Markaðsstyrkur- næsti umsóknarfrestur er 15. mars 2021

  1. Markmið er að styrkja lítil og meðalstór fyrirtæki með lágmarki 10% í R&Þ af rekstrargjöldum samkvæmt síðasta reikningsári
  2. Stuðningur getur verið allt að 10 mkr.  til eins árs.
  3. Mótframlagskraf er 50% af heildarkostnaði við verkefnið
  4. Leyfilegur kostnaður er tengdur  í markaðsvinnum fyrirtækisins

Vestfjarðastofa hvetur einstaklinga, rannsóknaraðila og fyrirtæki að kynna sér betur þessi mál á síðu Rannís