Nú er komið að kosningum í stjórn Sóknarhóps Vestfjarðastofu, en rafræn kosning hefst föstudaginn 2. maí 2025. Framboðsfrestur rann út föstudaginn 25. apríl og bárust 10 framboð. Nú verður valið hverjir verða fulltrúar atvinnulífs og menningar á Vestfjörðum næstu tvö árin.
Kosið er um fjóra aðalmenn: tvo úr ferðaþjónustu- og menningarhópi og tvo úr atvinnu- og byggðaþróunarhópi. Þegar fjórir fyrstu liggja fyrir verður sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði, óháð hópi, fimmti stjórnarmaður. Fjórir fulltrúar stjórnar Sóknarhóps sitja einnig í stjórn Vestfjarðastofu.
Hverjir geta kosið?
Aðeins fyrirtæki sem eru skráðir aðilar að Sóknarhópi Vestfjarðastofu hafa atkvæðisrétt. Rafræn kjörseðill hefur verið sendur á skráð netfang hjá hverju aðildarfyrirtæki frá kosningakerfinu Election buddy.
Kosning stendur yfir frá 2.–7. maí 2025. Frambjóðendur og kynningu á þeim má finna hér: Frambjóðendur í stjórn Sóknarhóps 2025.
Niðurstöður verða kynntar á ársfundi Sóknarhóps, sem haldinn verður á Teams mánudaginn 12. maí kl. 15:00–16:30.
Nánari upplýsingar um Sóknarhópinn má nálgast hér: Aðild að Sóknarhópi.
Við hvetjum alla kjörgenga til að kjósa og hafa þannig áhrif á uppbyggingu til framtíðar á Vestfjörðum.