Fara í efni

Icelandair Mid Atlantic 2023

Fréttir Markaðsstofa Vestfjarða

Föstudaginn 27. janúar síðastliðin var ferðakaupstefnan Icelandair Mid Atlantic haldinn í 29. sinn eftir þriggja ára hlé. Sýningin var vel sótt af af ferðasölum og skipuleggjendum en um 700 þátttakendur frá 23 löndum mættu í Laugardalshöll.

Fulltrúar Vestfjarða voru Markaðsstofa Vestfjarða ásamt vestfirsku fyrirtækjunum Fantastic Fjords, Borea Adventures, Vesturferðum og Westfjords Adventures.

Áhugi ferðaskipuleggjenda á Vestfjörðum leyndi sér ekki á þeim fjölmörgu fundum sem Markaðsstofan sat. Sérstaða kjálkans, náttúran, sagan og menning er sú fjölbreytni sem þeir eru að leita af til að auka fjölbreytni þeirra í skipulögðum Íslandsferðum þeirra.

Þær áhyggjur sem flestir skipuleggjanda settu fyrir sig voru annars vegar skortur á gistirýmum og þá sérstaklega lúxusgistingu og hins vegar misskilningur um samgöngur, torfarna og ómalbikaða vegi. Með kynningu á Vestfjarðaleiðinni og þeim samgönguúrbótum sem eru að eiga sér stað drógust verulega úr þessum samgöngu áhyggjum.

Það er því mikilvægt að við höldum áfram kröftugu kynningarstarfi á Vestfjarðaleiðinni sem ferðamannaleið, ekki bara að hún sé glæsilega og stútfull af afþreyingu, en að hún sé líka eins auðfarinn og aðrir vegir á Íslandi. Ímynd um torvelda vegi getur verið hindrun og hamlað komu ferðamanna á svæðið.

Gífurleg eftirspurn var eftir gistingu sem einskorðaðist ekki bara við hefðbundin hótelherbergi, en jafnframt er verið að leita að lúxus húsum eða skálum á svæðinu. Með aukinni fjárfestingu í hóteluppbyggingu, gistirýmum og lúxus húsnæði hafa Vestfirðir alla burði til að taka á móti fleiri og fjölbreyttari gestum. Gífurleg tækifæri gætu leynst í þjónustu við lúxusferðamenn en Vestfirðir með sína ósnortnu náttúru og einangrun bjóða upp á kjöraðstæður fyrir ferðamenn sem vilja njóta friðsældar og ró.

Heilt yfir gekk Icelandair Mid Atlantic vel fyrir sig, ferðaþjónustan virðist vera koma til baka og á öllum gestum mátti finna gífurlega jákvæðni varðandi framtíðina og áhuga á Íslandi og Vestfjörðum.