Fara í efni

Íbúakönnun landshlutanna farin af stað

Fréttir

Af stað er farin Íbúakönnun landshlutanna. Könnunin er á vegum Byggðastofnunar, landshlutasamtakanna og atvinnuþróunarfélaga og er hún ætluð öllum íbúum á Íslandi sem náð hafa 18 ára aldri. Tilgangur hennar er að kanna hug íbúa til búsetuskilyrða, aðstæðna á vinnumarkaði og afstöðu til nokkurra mikilvægra atriða, s.s hamingju og hvort íbúar séu á förum frá landshlutanum. Könnunin er á íslensku, ensku og pólsku. Hún er send út í tölvupósti til markhóps og þeirra sem hafa tekið þátt í henni áður, en einnig er hægt að taka þátt á netinu án þess að hafa fengið sérstakt boð um þátttöku.

Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi kannanna sem þessara og því eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að taka þátt. Eftir því sem fleiri taka þátt og eftir því sem lýðfræðileg dreifing er betri fáum við greinarbetri niðurstöður um stöðu innan ákveðinna landshluta og mun á milli mismunandi landshluta á Íslandi.

Niðurstöður þessara kannana eru þýðingarmiklar og veita sveitarstjórnarmönnum mikilvægar upplýsingar. Þannig veita þær innsýn í stöðu okkar á landsbyggðinni, hjálpa sveitastjórnarfólki að móta áherslur í starfi sínu og jafnvel hafa þær breytt forgangsröðun í ýmsum verkefnum. Þá hafa þessi gögn nýst inn í hverskonar stefnumótunarvinnu sem landshlutasamtökin hafa sinnt. Að síðustu má svo geta þess að upplýsingarnar eru mjög gagnlegar í hagsmunabaráttu landshlutanna.

Þannig veita þær innsýn í stöðu okkar á landsbyggðinni, hjálpa sveitastjórnarfólki að móta áherslur í starfi sínu og jafnvel hafa þær breytt forgangsröðun í ýmsum verkefnum. Þá hafa þessi gögn nýst inn í hverskonar stefnumótunarvinnu sem landshlutasamtökin hafa sinnt. Að síðustu má svo geta þess að upplýsingarnar eru mjög gagnlegar í hagsmunabaráttu landshlutanna.

Fyrir þá sem vilja taka þátt í könnunni er hægt að gera svo með því að smella hér fyrir íslensku

Regional resident survey – English

Regionalna ankeietadla mieszkanów Islandii – Polski