Fara í efni

Íbúakönnun á Vestfjörðum

Fréttir

Sam­tök sveit­ar­fé­laga á Vest­ur­landi hafa frá ár­inu 2004 gert íbúa­könn­un á þriggja ára fresti til að kanna viðhorf íbúa lands­hlut­ans til ýmissa mik­il­vægra mála og hvort sú afstaða taki breyt­ing­um frá einu ári til ann­ars.

 

Könn­un­inni er einnig ætlað að vera inn­legg í rann­sókn­ir á bú­ferla­flutn­ing­um og vinnu­markaði á Vest­ur­landi.

Eft­ir all­nokkuð þró­un­ar­ferli var ákveðið að bjóða öðrum lands­hlut­um að vera með. Það þáðu Suður­land, Reykja­nes, Vest­f­irðir og Norður­land vestra og er þessi skýrsla sam­an­tekt og sam­an­b­urður á þess­um landsvæðum. 

Meg­in­mark­mið könn­un­ar­inn­ar var að draga fram af­stöðu íbúa ein­stakra lands­hluta til ýmissa þátta sem telja má meðal mik­il­væg­ustu bú­setu­skil­yrða heim­il­anna. Auk þess var grennsl­ast fyr­ir um hvort fólk íhugaði brott­flutn­ing og ánægju þess með að búa á viðkom­andi stöðum, svo eitt­hvað sé nefnt.