Fara í efni

Hjörleifur nýr verkefnastjóri hjá Vestfjarðastofu

Fréttir

Starf verkefnastjóra umhverfis- og loftslagsmála hjá Vestfjarðastofu var auglýst laust til umsóknar í apríl síðastliðnum. Alls sóttu 17 um starfið og hefur Hjörleifur Finnsson verið ráðin verkefnastjóri umhverfis- og loftslagsmála hjá Vestfjarðastofu.

Hjörleifur er með meistaragráðu í haf- og strandsvæðastjórnun frá Háskólasetri Vestfjarða og diplomu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Hjörleifur hefur síðustu ár verið verkefnastjóri byggðaþróunarverkefnis á Flateyri. Áður var hann verkefnastjóri umhverfismála hjá Ferðamálastofu og þjóðgarðsvörður Norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs og hefur því fjölbreytta reynslu af verkefnastjórn, stefnumótun og rekstri auk þekkingar á umhverfis- og loftslagsmálum.

Hjörleifur kemur til starfa hjá Vestfjarðastofu í ágúst og við bjóðum hann velkominn í hópinn.