Fara í efni

Heimsókn menningar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra á Vestfirði

Fréttir
F.v. Aðalsteinn Óskarsson, Arna Lára Jónsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir, Nann…
F.v. Aðalsteinn Óskarsson, Arna Lára Jónsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Sædís Ólöf Þórsdóttir, Jón Páll Hreinsson og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir.

Í síðustu viku heimsótti Lilja Alfreðsdóttir, menningar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra norðanverða Vestfirði. Ráðherrann kom víða við og átti meðal annars hádegisfund með sveitarstjórnarfólki á Vestfjörðum þar sem rætt var um hin ýmsu mál sem varða málefni menningar og ferðamála.

Jafnframt bauð ráðherra í samstarfi við Vestfjarðastofu ferðaþjónum á opinn fund í húsnæði Vestfjarðastofu á Ísafirði fimmtudaginn 10. nóvember sem var vel sóttur.

Á föstudag heimsótti ráðherra svo hina ýmsu staði ásamt tveimur af þingmönnum kjördæmisins, Lilju Rannveigu og Höllu Signýju og starfsfólki Vestfjarðastofu og fékk hópurinn góðar móttökur í upplýsingamiðstöð ferðamanna í Neðstakaupstað, Byggðasafni Vestfjarða, Edinborgarhúsinu, Safnahúsinu, Tónlistarskóla Ísafjarðar, ráðhúsi Bolungarvíkur og Skúrinni á Flateyri.

Meðal þess sem rætt var voru efling menningarstarfsemi á svæðinu og þau miklu tækifæri sem til staðar eru í uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Ráðherra fékk einnig kynningu á Baskasetri í Djúpavík og bauð upp á opinn viðtalstíma fyrir fólk á svæðinu. Þar að auki hlýddi ráðherra á á ljúfa tóna nemenda við Tónlistarskóla Ísafjarðar og bragðaði á dýrindis vestfirskum veitingum.