Fara í efni

Haustþing Vestfjarðastofu

Fréttir

Haustþing Vestfjarðastofu verður haldið í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 5.-6. október næstkomandi. Fyrir þingið verður aukaaðalfundur Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks. Eftir þann fund verður Haustþing Vestfjarðastofu sett og fram fara almenn aðalfundarstörf Fjórðungssambands Vestfirðinga þar sem meðal dagskrárliða verður kosning í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga sem jafnframt er hluti stjórnar Vestfjarðastofu.

Meginhluti dagskrár Haustþingsins verður sviðsmyndaverkstæði sem Framtíðarsetur Íslands og KPMG munu stýra. Sviðsmyndaverkstæði verður á dagskrá síðdegis á föstudeginum 5. okt og heldur áfram framyfir hádegi laugardaginn 6. okt. Til sviðsmyndaverkstæðis verður ásamt kjörnum fulltrúum sveitarstjórna sem sæti eiga á aðalfundi Fjórðungssambands boðið fulltrúum úr atvinnulífi svæðisins.

Nánari dagskrá verður send út þegar nær dregur þingi.