Fara í efni

Haustfundur atvinnuþróunarfélaganna

Fréttir

Í dag og á morgun er haldinn á Ísafirði haustfundur atvinnuþróunarfélaganna. Þar koma saman atvinnuþróunarfélögin á landinu sem og markaðsstofur landshlutanna.

Í dag eru mun Skarphéðinn Berg, ferðamálastjóri og Óskar Jósepsson framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðaþjónustunnar kynna áfangastaðastofur. Jafnframt mun ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar kynna nýútgefna nýsköpunarstefnu. Í framhaldi af kynningunni mun vera vinnustofa þar sem farið verður yfir hvernig stefnan nýtist sem best á landsbyggðinni og hvernig sé hægt að efla enn frekar nýsköpun. 

Á morgun mun Byggðastofnun kynna nokkur verkefni sem þau hafa verið að vinna að svo sem skilgreiningu á opinberri þjónustu og jöfnun aðgengis. Jafnframt munu nokkur atvinnuþróunarfélög kynna verkefni sín, Suðurland kynnir mælaborð um lýðfræðilega þróun og Austurbrú kynnir Úrbótagöngu.

Einnig verður farið með hópinn um svæðið og fá þau kynningu á nokkrum fyrirtækjum á svæðinu.