Fara í efni

Hafið er 4. Haustþing Vestfirðinga

Fjórðungssamband Vestfirðinga

Í dag var sett fjórða Haustþing Vestfirðinga á Hólmavík. Margar ályktanir liggja fyrir þinginu en ljóst er að helstu málefni þeirra eru samgöngumál og sameiningar sveitarfélaga.

Á þinginu mun einnig fara fram vinnustofa þar sem skoðaðir verða kostir og gallar samstarfs og sameininga.
Til umfjöllunar á þinginu verður einnig Sóknaráætlun Vestfjarða en vinna við gerð Sóknaráætlunar 2020-2024 er á lokametrunum og verða helstu niðurstöður hennar kynntar á þinginu.