Fara í efni

Fundur ráðherra ferðamála með ferðaþjónustuaðilum á Vestfjörðum

Fréttir
Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála heimsækir Vestfirði dagana 10.-11. nóvember.
Boðað er til opins fundar með ferðaþjónustuaðilum á Vestfjörðum ásamt framkvæmdastjóra SAF.
Fundurinn fer fram í húsi Vestfjarðastofu við Árnagötu 2-4 á Ísafirði og verður einnig sendur út í beinu streymi á Facebook-síðu viðburðarins.
Ferðaþjónustuaðilar á svæðinu eru hvattir til að mæta og taka þátt í samtalinu við ráðherra málaflokksins og Samtök ferðaþjónustunnar.

Skoða á viðburðardagatali