04. september 2025
Fréttir
Fréttabréf Vestfjarðastofu er komið úr sumarfríi. Þar kennir ýmissa grasa og auðvitað er þar fyrirferðamikil Gullkistan Vestfirðir sem fram fer í íþróttahúsinu Torfnesi, laugardaginn 6. september á milli klukkan 12 og 17. Það er þó ekki það eina sem er þar að finna því einnig má lesa um heimsókn til Oulu í Finnlandi, jarðgerðavélar á Vestfjörðum, íbúafund á Þingeyri og fréttir af framgangi vinnu við svæðisskipulag Vestfjarða – svo fátt eitt sé nefnt.
Nú er fréttabréfið komið í sinn vanalega vetrarham og kemur það út um hver mánaðamót. Viljir þú skrá þig á póstlista fyrir móttöku fréttabréfsins getur þú gert svo hér.