Fara í efni

Frestur til að sækja um styrki fyrir Púkann framlengdur

Fréttir

Umsóknarfrestur til að sækja um styrki til að framkvæma viðburði á Púkanum hefur verið framlengdur til miðnættis þriðjudaginn 2. apríl.
Heildarupphæð styrkja verður 800.000 kr. Til að sækja um styrk þarftu að smella á þetta umsóknareyðublað

Púkinn, barnamenningarhátíð á Vestfjörðum verður haldinn í annað sinn 15. - 26. apríl. Einstaklingar, skólar og stofnanir eru hvött til að efna til viðburða á hátíðinni. Þema hátíðarinnar í ár er „Hvers vegna búum við hér?“  Að þessu sinni verður lögð áhersla á heimatilbúin atriði, gjarnan með þátttöku foreldra. Hátíðin verður haldin um allan Vestfjarðakjálkann og er ætluð börnum á grunnskólaaldri.

Nú er kallað eftir viðburðum á hátíðina. Til að skrá viðburð á dagskrá hátíðarinnar skaltu smella á á þetta skráningarfom. Frestur til að skrá viðburði er til og með 8. apríl.