28. nóvember 2013			
	
					
															
							Fréttir						
																
			Frestur til að senda inn viðskiptaáætlun í Nýsköpunarkeppni AtVest og Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur verið framlengdur til miðnættis 10. desember 2013. Til mikils er að vinna í keppninni, en verðlaunafé er samtals 14 milljónir. Á vefsíðu keppninnar - http://nyskopunarkeppni.atvest.is - má nálgast allar frekari upplýsingar, en umsjón hefur Jón Páll Hreinsson verkefnastjóri hjá AtVest.
