Fara í efni

Forskot á Púkann

Fréttir

Bolvísk börn notuðu veðurblíðuna í vikunni og tóku smá forskot á barnamenningarhátíð með listsköpun til heiðurs fjölbreytileika mannflórunnar. Nemendur í 5.-10. bekk Grunnskóla Bolungarvíkur máluðu regnbogafánagangbrautir á tveimur stöðum við skólann og fórst þeim verkið vel úr hendi. Nú styttist óðum í barnamenningarhátíðina Púkann sem verður haldinn í fyrsta sinn dagana 11.-22. september. Í næstu viku fer í loftið heimasíða hátíðarinnar þar sem hægt verður að sjá dagskrá og fleira hátíðinni tengt. Fylgist með!