Fara í efni

Fjórir styrkir til Vestfjarða úr Orkusjóði

Fréttir

Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið tilkynnti á dögunum þau verkefni hlutu styrk úr Orkusjóði og komu fjórir styrkir til Vestfjarða að heildarupphæð 231.288.000. Þrír þeirra komu til Orkubús Vestfjarða vegna jarðhitaleitar á Ísafirði og Patreksfirði og einn til Kaldrananeshrepps vegna hitaveituvæðingar Bæjartorfunnar.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra óskaði í maímánuði eftir því að Orkusjóður myndi sjá um framkvæmd átaks í leit og nýtingu jarðhita árin 2023-2025. Í átakinu skyldi áhersla lögð á stuðning við verkefni sem hefðu það að markmiði að hefja nýtingu jarðhita til almennrar húshitunar á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til þess. Um er að ræða fyrsta jarðhitaleitarátakið sem ráðist er í síðan undir lok síðustu aldar. Alls bárust 25 umsóknir, samtals að upphæð kr. 1.373 m.kr. og alls hlutu átta verkefni styrk að upphæð um 447 milljónir króna.

Hér má lesa tilkynningu um styrki Orkusjóðs á vef Stjórnarráðsins