Fara í efni

Fjórðungsþing Vestfirðinga

Fréttir Fjórðungssamband Vestfirðinga

Fjórðungsþing Vestfirðinga var haldið með nýju sniði í ár og gekk vel að halda það í fjarfundi en fundarstjóri var Rebekka Hilmarsdóttir Bæjarstjóri Vesturbyggðar.

Hafdís Gunnarsdóttir formaður fór yfir starfsemina árið 2019 en fjórðungssambandið hefur unnið af miklum þunga að málum er varða raforkuöryggi, samgöngumál, hagsmunamál fyrir atvinnulífið og samskipti við ráðuneyti og stofnanir til að fylgja eftir þeim málum er varða hagsmuni Vestfirðinga.  Samþykkt var að halda haustþingið 9-10. október 2020 og þá í “raunheimum” og verður það haldið á norðanverðum Vestfjörðum að þessu sinni.

Þau mál er hvíla þyngst á okkur nú er staða jöfnunarsjóðs sveitarfélaga en skerðingar munu hafa mjög slæm áhrif á vestfirsk sveitarfélög.  Ályktað var um að skilgreindu hlutverki jöfnunarsjóðsins yrði ekki breytt og tíundað hversu mikilvægur sjóðurinn er fyrir rekstur minni sveitarfélaga.

Umfjöllunarefni haustþingsins verður áhrif Covid-19 á vestfirsk sveitarfélög en niðurskurðarhnífur ríkissjóðs hangir yfir og erfitt að meta hvar hann fellur þyngst niður.  Vegna óvissu um Hvalárvirkun má ekki slá af kröfum um að haldið verði áfram að vinna að uppbyggingu flutningskerfis raforku á Vestfjörðum til að tryggja afhendingaröryggi.

Það er nýtt fyrirkomulag að fjórðungsþing er nú tvískipt og haldið að vori til afgreiðslu ársreikninga og svo fresta fram að haustþingi þar sem fjallað er um málefni Vestfirðinga.

https://www.vestfirdir.is/is/malaflokkar/sveitarstjornarmal/vorthing/gogn-fyrir-vorthing-2020